Lög um fiskveiðar henta illa í þjóðaratkvæði Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2011 18:26 Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er tekist á um það milli stjórnarflokkanna hversu langt eigi að ganga í breytingunum. Samfylkingin mun vilja ganga lengra en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og semja við útgerðina um styttri nýtingarrétt á fiskveiðiauðlyndinni, eða fimmtán ár. Sá tími verði í raun aðlögunartími að því að opna kerfið upp á gátt. En á meðan ekkert bólar á frumvarpinu, eru kjaraviðræður í uppnámi. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í þingmannanefnd stjórnarflokkanna um málið, segir flokkanna reyndar samstíga um að leigutími veiðiheimilda verði 15 ár. Frumvarpsgerðin sé á lokastigi og frumvarpið muni líta dagsins ljós í næsta mánuði. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að skilyrði Samtaka atvinnulífsins um lendingu varðandi fiskveiðistjórnunina áður en gengið yrði frá samningum, væri tilraun til valdbeitingar sérhagsmuna til að kúga fram vilja sinn. „Það er alveg ljóst hvað almenningur í landinu vill. Hann vill gjörbreytingu á kvótakerfinu og mér sýnist útgerðarmenn vera að setja þetta í þann farveg að þetta mál verði tæplega leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu úr þessu. Ef harkan er svona mikil hjá þeim," sagði Össur í Bítinu. „Mér finnst bara ágætt að Össur fari að tjá sig um málið því hann er einn af þessum mönnum sem gæti leyst þetta mál ef hann færi og fengi að beita sér í því," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafi viljað tryggja við gerð skammtímasamnings að aðilar héldu áfram að tala saman um langtímalausnir, en héldu ekki út í nóttina og byrjuðu að rífast. „Þetta skiptir bara öllu máli. Að við séum að ná saman og hafa samvinnu og ná samstöðu með ríkisstjórninni líka um öll þessi nauðsynlegu mál fyrir land og þjóð," segir Vilhjálmur. En hvað getur þetta mál hangið í óvissu lengi, er ekki pattstaða í málunum? „Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta mál henti hins vegar illa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Sjávarútvegsmálin og þessi löggjöf um fiskveiðar er lifandi löggjöf sem þarf alltaf að breyta öðru hverju eftir aðstæðum. Og það getur verið mjög óhöndulegt ef þarf alltaf að setja slíkar breytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur. Best væri að ná þokkalega víðtækri sátt um málið, þannig að greinin geti starfað eðlilega og stjórnmálamenn lifað með slíkri sátt. Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er tekist á um það milli stjórnarflokkanna hversu langt eigi að ganga í breytingunum. Samfylkingin mun vilja ganga lengra en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og semja við útgerðina um styttri nýtingarrétt á fiskveiðiauðlyndinni, eða fimmtán ár. Sá tími verði í raun aðlögunartími að því að opna kerfið upp á gátt. En á meðan ekkert bólar á frumvarpinu, eru kjaraviðræður í uppnámi. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í þingmannanefnd stjórnarflokkanna um málið, segir flokkanna reyndar samstíga um að leigutími veiðiheimilda verði 15 ár. Frumvarpsgerðin sé á lokastigi og frumvarpið muni líta dagsins ljós í næsta mánuði. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að skilyrði Samtaka atvinnulífsins um lendingu varðandi fiskveiðistjórnunina áður en gengið yrði frá samningum, væri tilraun til valdbeitingar sérhagsmuna til að kúga fram vilja sinn. „Það er alveg ljóst hvað almenningur í landinu vill. Hann vill gjörbreytingu á kvótakerfinu og mér sýnist útgerðarmenn vera að setja þetta í þann farveg að þetta mál verði tæplega leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu úr þessu. Ef harkan er svona mikil hjá þeim," sagði Össur í Bítinu. „Mér finnst bara ágætt að Össur fari að tjá sig um málið því hann er einn af þessum mönnum sem gæti leyst þetta mál ef hann færi og fengi að beita sér í því," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafi viljað tryggja við gerð skammtímasamnings að aðilar héldu áfram að tala saman um langtímalausnir, en héldu ekki út í nóttina og byrjuðu að rífast. „Þetta skiptir bara öllu máli. Að við séum að ná saman og hafa samvinnu og ná samstöðu með ríkisstjórninni líka um öll þessi nauðsynlegu mál fyrir land og þjóð," segir Vilhjálmur. En hvað getur þetta mál hangið í óvissu lengi, er ekki pattstaða í málunum? „Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta mál henti hins vegar illa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Sjávarútvegsmálin og þessi löggjöf um fiskveiðar er lifandi löggjöf sem þarf alltaf að breyta öðru hverju eftir aðstæðum. Og það getur verið mjög óhöndulegt ef þarf alltaf að setja slíkar breytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur. Best væri að ná þokkalega víðtækri sátt um málið, þannig að greinin geti starfað eðlilega og stjórnmálamenn lifað með slíkri sátt.
Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira