Lög um fiskveiðar henta illa í þjóðaratkvæði Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2011 18:26 Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er tekist á um það milli stjórnarflokkanna hversu langt eigi að ganga í breytingunum. Samfylkingin mun vilja ganga lengra en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og semja við útgerðina um styttri nýtingarrétt á fiskveiðiauðlyndinni, eða fimmtán ár. Sá tími verði í raun aðlögunartími að því að opna kerfið upp á gátt. En á meðan ekkert bólar á frumvarpinu, eru kjaraviðræður í uppnámi. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í þingmannanefnd stjórnarflokkanna um málið, segir flokkanna reyndar samstíga um að leigutími veiðiheimilda verði 15 ár. Frumvarpsgerðin sé á lokastigi og frumvarpið muni líta dagsins ljós í næsta mánuði. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að skilyrði Samtaka atvinnulífsins um lendingu varðandi fiskveiðistjórnunina áður en gengið yrði frá samningum, væri tilraun til valdbeitingar sérhagsmuna til að kúga fram vilja sinn. „Það er alveg ljóst hvað almenningur í landinu vill. Hann vill gjörbreytingu á kvótakerfinu og mér sýnist útgerðarmenn vera að setja þetta í þann farveg að þetta mál verði tæplega leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu úr þessu. Ef harkan er svona mikil hjá þeim," sagði Össur í Bítinu. „Mér finnst bara ágætt að Össur fari að tjá sig um málið því hann er einn af þessum mönnum sem gæti leyst þetta mál ef hann færi og fengi að beita sér í því," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafi viljað tryggja við gerð skammtímasamnings að aðilar héldu áfram að tala saman um langtímalausnir, en héldu ekki út í nóttina og byrjuðu að rífast. „Þetta skiptir bara öllu máli. Að við séum að ná saman og hafa samvinnu og ná samstöðu með ríkisstjórninni líka um öll þessi nauðsynlegu mál fyrir land og þjóð," segir Vilhjálmur. En hvað getur þetta mál hangið í óvissu lengi, er ekki pattstaða í málunum? „Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta mál henti hins vegar illa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Sjávarútvegsmálin og þessi löggjöf um fiskveiðar er lifandi löggjöf sem þarf alltaf að breyta öðru hverju eftir aðstæðum. Og það getur verið mjög óhöndulegt ef þarf alltaf að setja slíkar breytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur. Best væri að ná þokkalega víðtækri sátt um málið, þannig að greinin geti starfað eðlilega og stjórnmálamenn lifað með slíkri sátt. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er tekist á um það milli stjórnarflokkanna hversu langt eigi að ganga í breytingunum. Samfylkingin mun vilja ganga lengra en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og semja við útgerðina um styttri nýtingarrétt á fiskveiðiauðlyndinni, eða fimmtán ár. Sá tími verði í raun aðlögunartími að því að opna kerfið upp á gátt. En á meðan ekkert bólar á frumvarpinu, eru kjaraviðræður í uppnámi. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í þingmannanefnd stjórnarflokkanna um málið, segir flokkanna reyndar samstíga um að leigutími veiðiheimilda verði 15 ár. Frumvarpsgerðin sé á lokastigi og frumvarpið muni líta dagsins ljós í næsta mánuði. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að skilyrði Samtaka atvinnulífsins um lendingu varðandi fiskveiðistjórnunina áður en gengið yrði frá samningum, væri tilraun til valdbeitingar sérhagsmuna til að kúga fram vilja sinn. „Það er alveg ljóst hvað almenningur í landinu vill. Hann vill gjörbreytingu á kvótakerfinu og mér sýnist útgerðarmenn vera að setja þetta í þann farveg að þetta mál verði tæplega leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu úr þessu. Ef harkan er svona mikil hjá þeim," sagði Össur í Bítinu. „Mér finnst bara ágætt að Össur fari að tjá sig um málið því hann er einn af þessum mönnum sem gæti leyst þetta mál ef hann færi og fengi að beita sér í því," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafi viljað tryggja við gerð skammtímasamnings að aðilar héldu áfram að tala saman um langtímalausnir, en héldu ekki út í nóttina og byrjuðu að rífast. „Þetta skiptir bara öllu máli. Að við séum að ná saman og hafa samvinnu og ná samstöðu með ríkisstjórninni líka um öll þessi nauðsynlegu mál fyrir land og þjóð," segir Vilhjálmur. En hvað getur þetta mál hangið í óvissu lengi, er ekki pattstaða í málunum? „Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta mál henti hins vegar illa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Sjávarútvegsmálin og þessi löggjöf um fiskveiðar er lifandi löggjöf sem þarf alltaf að breyta öðru hverju eftir aðstæðum. Og það getur verið mjög óhöndulegt ef þarf alltaf að setja slíkar breytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur. Best væri að ná þokkalega víðtækri sátt um málið, þannig að greinin geti starfað eðlilega og stjórnmálamenn lifað með slíkri sátt.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira