Lög um fiskveiðar henta illa í þjóðaratkvæði Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2011 18:26 Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er tekist á um það milli stjórnarflokkanna hversu langt eigi að ganga í breytingunum. Samfylkingin mun vilja ganga lengra en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og semja við útgerðina um styttri nýtingarrétt á fiskveiðiauðlyndinni, eða fimmtán ár. Sá tími verði í raun aðlögunartími að því að opna kerfið upp á gátt. En á meðan ekkert bólar á frumvarpinu, eru kjaraviðræður í uppnámi. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í þingmannanefnd stjórnarflokkanna um málið, segir flokkanna reyndar samstíga um að leigutími veiðiheimilda verði 15 ár. Frumvarpsgerðin sé á lokastigi og frumvarpið muni líta dagsins ljós í næsta mánuði. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að skilyrði Samtaka atvinnulífsins um lendingu varðandi fiskveiðistjórnunina áður en gengið yrði frá samningum, væri tilraun til valdbeitingar sérhagsmuna til að kúga fram vilja sinn. „Það er alveg ljóst hvað almenningur í landinu vill. Hann vill gjörbreytingu á kvótakerfinu og mér sýnist útgerðarmenn vera að setja þetta í þann farveg að þetta mál verði tæplega leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu úr þessu. Ef harkan er svona mikil hjá þeim," sagði Össur í Bítinu. „Mér finnst bara ágætt að Össur fari að tjá sig um málið því hann er einn af þessum mönnum sem gæti leyst þetta mál ef hann færi og fengi að beita sér í því," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafi viljað tryggja við gerð skammtímasamnings að aðilar héldu áfram að tala saman um langtímalausnir, en héldu ekki út í nóttina og byrjuðu að rífast. „Þetta skiptir bara öllu máli. Að við séum að ná saman og hafa samvinnu og ná samstöðu með ríkisstjórninni líka um öll þessi nauðsynlegu mál fyrir land og þjóð," segir Vilhjálmur. En hvað getur þetta mál hangið í óvissu lengi, er ekki pattstaða í málunum? „Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta mál henti hins vegar illa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Sjávarútvegsmálin og þessi löggjöf um fiskveiðar er lifandi löggjöf sem þarf alltaf að breyta öðru hverju eftir aðstæðum. Og það getur verið mjög óhöndulegt ef þarf alltaf að setja slíkar breytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur. Best væri að ná þokkalega víðtækri sátt um málið, þannig að greinin geti starfað eðlilega og stjórnmálamenn lifað með slíkri sátt. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Lög um stjórnun fiskveiða henta illa til þjóðaratkvæðagreiðslu að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, eins og utanríkisráðherra boðar að komi til greina. Ráðherrann ætti fremur að beita sér fyrir lausn deilunnar um framtíð sjávarútvegsins innan ríkisstjórnarinnar því ekkert verði að langtíma kjarasamningum án slíks samkomulags. Nú eru liðnir sjö mánuðir frá því sáttanefnd skilaði tillögum sínum til sjávarútvegsráðherra um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og enn bólar ekkert á frumvarpi um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er tekist á um það milli stjórnarflokkanna hversu langt eigi að ganga í breytingunum. Samfylkingin mun vilja ganga lengra en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og semja við útgerðina um styttri nýtingarrétt á fiskveiðiauðlyndinni, eða fimmtán ár. Sá tími verði í raun aðlögunartími að því að opna kerfið upp á gátt. En á meðan ekkert bólar á frumvarpinu, eru kjaraviðræður í uppnámi. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna sem á sæti í þingmannanefnd stjórnarflokkanna um málið, segir flokkanna reyndar samstíga um að leigutími veiðiheimilda verði 15 ár. Frumvarpsgerðin sé á lokastigi og frumvarpið muni líta dagsins ljós í næsta mánuði. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að skilyrði Samtaka atvinnulífsins um lendingu varðandi fiskveiðistjórnunina áður en gengið yrði frá samningum, væri tilraun til valdbeitingar sérhagsmuna til að kúga fram vilja sinn. „Það er alveg ljóst hvað almenningur í landinu vill. Hann vill gjörbreytingu á kvótakerfinu og mér sýnist útgerðarmenn vera að setja þetta í þann farveg að þetta mál verði tæplega leyst nema með þjóðaratkvæðagreiðslu úr þessu. Ef harkan er svona mikil hjá þeim," sagði Össur í Bítinu. „Mér finnst bara ágætt að Össur fari að tjá sig um málið því hann er einn af þessum mönnum sem gæti leyst þetta mál ef hann færi og fengi að beita sér í því," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Samtök atvinnulífsins hafi viljað tryggja við gerð skammtímasamnings að aðilar héldu áfram að tala saman um langtímalausnir, en héldu ekki út í nóttina og byrjuðu að rífast. „Þetta skiptir bara öllu máli. Að við séum að ná saman og hafa samvinnu og ná samstöðu með ríkisstjórninni líka um öll þessi nauðsynlegu mál fyrir land og þjóð," segir Vilhjálmur. En hvað getur þetta mál hangið í óvissu lengi, er ekki pattstaða í málunum? „Ég held að svo reyndur stjórnmálamaður sem forsætisráðherra er hljóti að sjá að á endanum þarf að leysa þetta mál með sátt og samningum eins og önnur mál." Þetta mál henti hins vegar illa til þjóðaratkvæðagreiðslu. „Sjávarútvegsmálin og þessi löggjöf um fiskveiðar er lifandi löggjöf sem þarf alltaf að breyta öðru hverju eftir aðstæðum. Og það getur verið mjög óhöndulegt ef þarf alltaf að setja slíkar breytingar í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Vilhjálmur. Best væri að ná þokkalega víðtækri sátt um málið, þannig að greinin geti starfað eðlilega og stjórnmálamenn lifað með slíkri sátt.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira