Innlent

Mennirnir fundnir heilir á húfi

Þyrluflugmenn komu auga á ljós í skála í Egilsseli og þar voru mennirnir fjórir, á heilu og höldnu.
Þyrluflugmenn komu auga á ljós í skála í Egilsseli og þar voru mennirnir fjórir, á heilu og höldnu. mynd úr safni
Mennirnir fjórir sem leitað hefur verið að  á Austurlandi í kvöld eru fundnir heilir á húfi. Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn á Seyðisfirði, segir að mennirnir hafi verið í Egilsselsskála við Kollumúlavatn þar sem þeir voru tepptir vegna snjóa.. Þeir eru nú á leið til Egilsstaða í læknisskoðun með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sá ljós frá skálanum fyrr í kvöld.

Bíll mannanna fannst rétt fyrir klukkan sjö í kvöld rétt ofan við Keldárstíflu en talið er að mennirnir hafi farið á tveimur vélsleðum að skálanum sem þeir fundust í.

Leitin í dag og kvöld var mjög umfangsmikil og tóku yfir 80 björgunarsveitarmenn þátt í henni.


Tengdar fréttir

Þyrlan komin á loft - 80 björgunarsveitarmenn leita

Björgunarsveitir á Austurlandi leita nú fjögurra manna sem hugðust sækja kindur á Fljótsdalsheiði og fóru akandi og með vélsleða til verksins. En ekkert hefur heyrst frá þeim síðan í gærmorgun.

Bíllinn fundinn - en ekki tveir vélsleðar

Bíll mannanna fjögurra sem björgunarsveitir á Austurlandi leita nú að á Fljótsdalsheiði fannst rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Bíllinn fannst á vegi rétt ofan við Keldárstíflu en tveir vélsleðar sem mennirnir voru með á kerru voru ekki við bílinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×