Opinberir starfsmenn vilja styttri vinnuviku 13. janúar 2011 06:00 Elín Björg Jónsdóttir. BSRB hefur kynnt ríki og sveitarfélögum þá kröfu sína að vinnuvikan verði stytt um fjórar klukkustundir. Þannig yrði kröfum um fjölskylduvænna umhverfi mætt. Við það myndi Ísland færast nær því sem gerist í nágrannaríkjunum. Stytting vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 36 er meðal þess sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) leggur áherslu á í viðræðum við viðsemjendur sína - ríki og sveitarfélög. Aðildarfélög bandalagsins fara með kjarasamningsumboðið hvert fyrir sig en hafa falið forystu bandalagsins að fjalla um nokkur tiltekin mál. Mál sem snúa bæði að ríki og sveit eru breytingar á rétti til lífeyristöku, viðurkenning á rétti starfsmanna til hlutaveikinda, að frítökuréttar verði getið á launaseðli, að samdar verði reglur um starfslok eftir langan starfsaldur og áðurnefnd stytting vinnuvikunnar. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir það gamalt baráttumál að vinnuvikan verði stytt. „Þegar við fórum síðast fram með þetta mál, fyrir einum sex árum, var viðkvæðið að hér vantaði svo mikið vinnuafl til að reka þetta samfélag okkar að við værum að flytja inn fólk. Nú er ekki vöntun á fólki til starfa heldur þvert á móti og því teljum við að það sé lag," segir Elín Björg. Grunnástæða kröfunnar sé að skapa fjölskylduvænna samfélag; að mæta vilja opinberra starfsmanna til að vinna minna og hafa meiri tíma aflögu fyrir fjölskylduna. Ályktað hefur verið í þá átt á mörgum umliðnum þingum BSRB. „Með þessu værum við að færa okkur í átt til þess sem gerist á hinum Norðurlöndunum," segir Elín Björg. Í kröfunni felst að kjör haldist óbreytt. Elín Björg segir jafnframt að hugsun BSRB sé sú að stytting vinnuvikunnar um fjórar klukkustundir komi til framkvæmda í áföngum. - bþs Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 36 er meðal þess sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) leggur áherslu á í viðræðum við viðsemjendur sína - ríki og sveitarfélög. Aðildarfélög bandalagsins fara með kjarasamningsumboðið hvert fyrir sig en hafa falið forystu bandalagsins að fjalla um nokkur tiltekin mál. Mál sem snúa bæði að ríki og sveit eru breytingar á rétti til lífeyristöku, viðurkenning á rétti starfsmanna til hlutaveikinda, að frítökuréttar verði getið á launaseðli, að samdar verði reglur um starfslok eftir langan starfsaldur og áðurnefnd stytting vinnuvikunnar. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir það gamalt baráttumál að vinnuvikan verði stytt. „Þegar við fórum síðast fram með þetta mál, fyrir einum sex árum, var viðkvæðið að hér vantaði svo mikið vinnuafl til að reka þetta samfélag okkar að við værum að flytja inn fólk. Nú er ekki vöntun á fólki til starfa heldur þvert á móti og því teljum við að það sé lag," segir Elín Björg. Grunnástæða kröfunnar sé að skapa fjölskylduvænna samfélag; að mæta vilja opinberra starfsmanna til að vinna minna og hafa meiri tíma aflögu fyrir fjölskylduna. Ályktað hefur verið í þá átt á mörgum umliðnum þingum BSRB. „Með þessu værum við að færa okkur í átt til þess sem gerist á hinum Norðurlöndunum," segir Elín Björg. Í kröfunni felst að kjör haldist óbreytt. Elín Björg segir jafnframt að hugsun BSRB sé sú að stytting vinnuvikunnar um fjórar klukkustundir komi til framkvæmda í áföngum. - bþs
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira