Í fínu andlegu og líkamlegu formi 5. ágúst 2011 15:45 Björgvin Gíslason spilar á sítarinn sinn. Endurútgáfa og tvennir tónleikar eru framundan í tilefni sextugsafmælis hans. Fréttablaðið/Valli „Ég er í afskaplega fínu formi bæði andlega og líkamlega," segir gítarleikarinn snjalli Björgvin Gíslason. Hann heldur upp á sextugsafmælið sitt 4. september með því að endurútgefa þrjár sólóplötur sínar í viðhafnarútgáfu og halda tónleika í Austurbæ og á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef aldrei haldið upp á afmælið mitt. Ég hef verið úti í Perú eða einhvers staðar. Mér fannst ágætt að gera þetta svona," segir Björgvin um tónleikana. Hann hefur lengi verið talinn einn besti gítarleikari landsins og hefur spilað með þekktum sveitum á borð við Náttúru, Paradís, Pelican, Das Kapital og KK Band. Síðasti vakti hann athygli fyrir gítarleik sinn á plötu Mugison, Mugiboogie. Þrjú ár eru liðin síðan Björgvin keypti af Senu útgáfuréttinn að sólóplötum sínum þremur; Öræfarokk, Glettur og Örugglega, frá árunum 1977 til 1983. Þær tvær fyrstu komu aðeins út á vínyl og hafa verið ófáanlegar í mörg ár. Allar plöturnar hafa nú verið endurhljómjafnaðar (e. master) af Gunnari Smára Helgasyni, auk þess sem sonur Björgvins, Óðinn Bolli hjá Odinn Design, hannaði veglegan pakka utan um góðgætið og nefnist hann Björgvin Gíslason 3X. „Það var aldeilis kominn tími á að gefa þetta út. Ég hef ekki fengið spilun á þetta í útvarpi enda nennir enginn að setja rispaðan vínyl á fóninn," segir Björgvin. Hann hefur lítið spilað á tónleikum undanfarin ár en hefur haldið sér við með gítarkennslu á heimili sínu. Er alltaf nóg að gera? „Maður skrimtir. Maður hefur náð endum saman. Það er nóg fyrir gamlan hippa sem er ekki kröfuharður," segir hann í léttum dúr. Með Björgvin á afmælistónleikunum verða þeir Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Stefán Már Magnússon, Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson sem syngur. Miðasala hefst í dag hér á Midi.is. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Ég er í afskaplega fínu formi bæði andlega og líkamlega," segir gítarleikarinn snjalli Björgvin Gíslason. Hann heldur upp á sextugsafmælið sitt 4. september með því að endurútgefa þrjár sólóplötur sínar í viðhafnarútgáfu og halda tónleika í Austurbæ og á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef aldrei haldið upp á afmælið mitt. Ég hef verið úti í Perú eða einhvers staðar. Mér fannst ágætt að gera þetta svona," segir Björgvin um tónleikana. Hann hefur lengi verið talinn einn besti gítarleikari landsins og hefur spilað með þekktum sveitum á borð við Náttúru, Paradís, Pelican, Das Kapital og KK Band. Síðasti vakti hann athygli fyrir gítarleik sinn á plötu Mugison, Mugiboogie. Þrjú ár eru liðin síðan Björgvin keypti af Senu útgáfuréttinn að sólóplötum sínum þremur; Öræfarokk, Glettur og Örugglega, frá árunum 1977 til 1983. Þær tvær fyrstu komu aðeins út á vínyl og hafa verið ófáanlegar í mörg ár. Allar plöturnar hafa nú verið endurhljómjafnaðar (e. master) af Gunnari Smára Helgasyni, auk þess sem sonur Björgvins, Óðinn Bolli hjá Odinn Design, hannaði veglegan pakka utan um góðgætið og nefnist hann Björgvin Gíslason 3X. „Það var aldeilis kominn tími á að gefa þetta út. Ég hef ekki fengið spilun á þetta í útvarpi enda nennir enginn að setja rispaðan vínyl á fóninn," segir Björgvin. Hann hefur lítið spilað á tónleikum undanfarin ár en hefur haldið sér við með gítarkennslu á heimili sínu. Er alltaf nóg að gera? „Maður skrimtir. Maður hefur náð endum saman. Það er nóg fyrir gamlan hippa sem er ekki kröfuharður," segir hann í léttum dúr. Með Björgvin á afmælistónleikunum verða þeir Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Stefán Már Magnússon, Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson sem syngur. Miðasala hefst í dag hér á Midi.is. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira