Stolnu Rolex-úrin líklega sett í sölu 28. október 2011 15:06 Frank Michelsen úrsmiður „Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. Þrír menn sem frömdu ránið komust úr landi en lögreglan gómaði í gær annan mann sem átti að koma þýfinu úr landi. Allt þýfið fannst en það er metið á 50 til 70 milljónir króna. Frank lofaði nokkrum dögum eftir ránið að sá sem kæmi með upplýsingar sem yrðu til þess að upplýsa ránið fengið eina milljón króna frá honum sjálfum. Frank segir að það sé ekki ljóst hvort að einhver kom með ábendingu sem leiddi lögregluna á sporið. „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir einhverjar vikur, hvort það voru einn eða tveir sem komu með ábendingu. Það eru náttúrulega margir samverkandi þættir í þessu sem varð til þess að þeir fundu út úr þessu.“ Ef rannsókn lögreglu leiðir til þess að ábending frá einstaklingi varð til þess að ránið upplýstist lofar Frank að segja ekki til viðkomandi. „Ég mun ekki gera það, það er of hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Frank og nefnir í því sambandi nýlegt dæmi í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðill í Boston sagði frá því að Anna Björnsdóttir, fyrrum fyrirsæta, kom upp um James Bulger glæpamann en hún fékk 230 milljónir króna fyrir vikið. Frank segist ætla afhenda milljónina þannig að sönnun fáist fyrir því að hann að afhenti þá. „Hvort ég verði með vitni sem staðfesta að ég lét peningana af hendi verður að koma í ljós.“ Frank hefur verið erlendis síðustu viku og var ekki staddur á landinu í gær þegar ljóst var að þýfið hafði fundist. Hann segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að heyra fréttirnar í gegnum síma. „Maður var eiginlega hálfdofinn. Þetta var ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á að þetta kæmi til baka. Ég vonaðist til að þetta kæmist upp - en að úrin myndu finnast átti ég aldrei von á.“ Úrin eru eitthvað skemmd en hann hefur ekki fengið þau í hendurnar frá lögreglu. „Mér er sagt að það séu einhverjar skemmdir á þeim. Ég vona að þau séu ekki það illa farin að þau séu ónýt. Þau verða sett í sölu, nú fást í fyrsta skiptið á Íslandi Rolex-úr á betra verði segir hann,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að úrin verði setti í sölu. „Það verður að meta það þegar ég sé úrin,“ segir úrsmiðurinn að lokum. Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. Þrír menn sem frömdu ránið komust úr landi en lögreglan gómaði í gær annan mann sem átti að koma þýfinu úr landi. Allt þýfið fannst en það er metið á 50 til 70 milljónir króna. Frank lofaði nokkrum dögum eftir ránið að sá sem kæmi með upplýsingar sem yrðu til þess að upplýsa ránið fengið eina milljón króna frá honum sjálfum. Frank segir að það sé ekki ljóst hvort að einhver kom með ábendingu sem leiddi lögregluna á sporið. „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir einhverjar vikur, hvort það voru einn eða tveir sem komu með ábendingu. Það eru náttúrulega margir samverkandi þættir í þessu sem varð til þess að þeir fundu út úr þessu.“ Ef rannsókn lögreglu leiðir til þess að ábending frá einstaklingi varð til þess að ránið upplýstist lofar Frank að segja ekki til viðkomandi. „Ég mun ekki gera það, það er of hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Frank og nefnir í því sambandi nýlegt dæmi í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðill í Boston sagði frá því að Anna Björnsdóttir, fyrrum fyrirsæta, kom upp um James Bulger glæpamann en hún fékk 230 milljónir króna fyrir vikið. Frank segist ætla afhenda milljónina þannig að sönnun fáist fyrir því að hann að afhenti þá. „Hvort ég verði með vitni sem staðfesta að ég lét peningana af hendi verður að koma í ljós.“ Frank hefur verið erlendis síðustu viku og var ekki staddur á landinu í gær þegar ljóst var að þýfið hafði fundist. Hann segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að heyra fréttirnar í gegnum síma. „Maður var eiginlega hálfdofinn. Þetta var ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á að þetta kæmi til baka. Ég vonaðist til að þetta kæmist upp - en að úrin myndu finnast átti ég aldrei von á.“ Úrin eru eitthvað skemmd en hann hefur ekki fengið þau í hendurnar frá lögreglu. „Mér er sagt að það séu einhverjar skemmdir á þeim. Ég vona að þau séu ekki það illa farin að þau séu ónýt. Þau verða sett í sölu, nú fást í fyrsta skiptið á Íslandi Rolex-úr á betra verði segir hann,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að úrin verði setti í sölu. „Það verður að meta það þegar ég sé úrin,“ segir úrsmiðurinn að lokum.
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira