Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar 1. desember 2011 02:30 Dagur B. Eggertsson Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A-hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir aukist um 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frumvarpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagnrýni á störf meirihlutans ómaklega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skapandi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj Fréttir Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira
Engin pólitísk stefnumótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meirihlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A-hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir aukist um 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frumvarpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagnrýni á störf meirihlutans ómaklega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgarfulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skapandi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj
Fréttir Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Sjá meira