Innlent

Hrunið ýtti undir brugg og ræktun

Yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir afbrotatölfræði ríkislögreglustjóra undirstrika að eftir hrun hafi fólk frekar gripið til heimabruggunar og fíkniefnaframleiðslu frekar en innflutnings.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að framleiðsla fíkniefna hefur stóraukist hér á landi en á þriggja ára tímabili frá árinu tvöþúsund og sjö til tvöþúsund og tíu fjölgaði slíkum fíkniefnabrotum úr 31 í 235 eða um sjöhundruð og sextíu prósent. Þá hefur heimabruggun og ólögleg sala áfengis einnig meira en tvöfaldast.

Friðrik Smári Björgvinsson yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir þetta ekki koma sér á óvart, verð á kannabisefnum og áfengi hafi hækkað mikið eftir hrun og innflutningur því nánast lagst af. „Þetta hefur alltaf verið svona í gegnum tíðina, þegar að vel árar þá leggst þessi ólöglega bruggun nánast af en svo þegar þrengir að efnahagfólks þá fjölgar þessum málum aftur og þannig er það núna,“ segir Karl Steinar.

Hann segir lögregluna telja að innlend framleiðsla á kannabisefnum nánast fullnægi nú þörfum innanlandsmarkaðar. „Jafnhliða þessu þá hefur lögreglan lagt aukna áherslu á að hafa uppá og uppræta svona framleiðslu og beitt til þess markvissum vinnubrögðum.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×