Bráðsmitandi pest með svæsnum uppköstum og niðurgangi Karen Kjartansdóttir skrifar 18. janúar 2011 20:07 Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans. Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna bráðsmitandi niðurgangspestar, og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar er álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. Fjöldi pesta reynir nú mjög á Landspítalann, einkum svokölluð nóróveira, sem veldur svæsnum uppköstum og niðurgangi. Innlagnastjóri spítalans segir að pestin virðist verða skæðri með ári hverju, ástandið sé sérlega erfitt nú. „Að undanförnu og í nokkuð langan tíma hafa verið að koma inn á spítalann, á hverjum einasta degi, þó nokkuð af fólki sem er veikt, svo er fólk sem er að veikjast inn á spítalanum. Þetta er svo smitandi að við þurfum að einangra fólk strax og það er eiginlega þá sem úrlausnarefnið verður mjög flókið því við höfum ekki mikið af einangrunarstofum. Það er núna sem mann dreymir um nýja spítalann því þar verða einbýli og sér salernisaðstaða en það höfum við ekki í þessum gömlu húsum," segir Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans. Á Landspítalanum eru venjulega tiltæk sjúkrarúm fyrir um 657 manns en undanfarnar vikur hefur sjúklingafjöldinn farið langt yfir það, síðastliðinn fimmtudag voru þar til að mynda 730 sjúklingar. Sjúklingum hefur því verið komið fyrir á sjúkrahótelum, setustofum og jafnvel hafa gangar verið nýttir. „Þannig það er þröngt, það eru margir í einangrun og það er líka mikið af starfsfólki sem er frá út af þessum pestum," segir Hildur. Þá bætist við að Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, að minnsta kosti tvö hjúkrunarheimili í Reykjavík og Landakot taka ekki á móti sjúklingum þessa dagana vegna veirunnar. Því hefur Landspítalinn ekki getað sent þangað sjúklinga, eins og venja er þegar margir þurfa liggja inni, og það gerir málið enn erfiðara. Hildur tekur þó fram að spítalinn ráði vel við ástandið þótt það reyni á. Hún hvetur fólk til að sýna ábyrgð og koma ekki í heimsóknir ef það kennir sér meins. Þá minnir hún á að umgangspestir valda fullfrísku fólki miklum þjáningum og því þurfi ekki að hafa mörg orð um hvaða áhrif þær geti haft á fólk sem er veikt fyrir. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna bráðsmitandi niðurgangspestar, og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar er álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. Fjöldi pesta reynir nú mjög á Landspítalann, einkum svokölluð nóróveira, sem veldur svæsnum uppköstum og niðurgangi. Innlagnastjóri spítalans segir að pestin virðist verða skæðri með ári hverju, ástandið sé sérlega erfitt nú. „Að undanförnu og í nokkuð langan tíma hafa verið að koma inn á spítalann, á hverjum einasta degi, þó nokkuð af fólki sem er veikt, svo er fólk sem er að veikjast inn á spítalanum. Þetta er svo smitandi að við þurfum að einangra fólk strax og það er eiginlega þá sem úrlausnarefnið verður mjög flókið því við höfum ekki mikið af einangrunarstofum. Það er núna sem mann dreymir um nýja spítalann því þar verða einbýli og sér salernisaðstaða en það höfum við ekki í þessum gömlu húsum," segir Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri Landspítalans. Á Landspítalanum eru venjulega tiltæk sjúkrarúm fyrir um 657 manns en undanfarnar vikur hefur sjúklingafjöldinn farið langt yfir það, síðastliðinn fimmtudag voru þar til að mynda 730 sjúklingar. Sjúklingum hefur því verið komið fyrir á sjúkrahótelum, setustofum og jafnvel hafa gangar verið nýttir. „Þannig það er þröngt, það eru margir í einangrun og það er líka mikið af starfsfólki sem er frá út af þessum pestum," segir Hildur. Þá bætist við að Heilbrigðsstofnun Suðurnesja, að minnsta kosti tvö hjúkrunarheimili í Reykjavík og Landakot taka ekki á móti sjúklingum þessa dagana vegna veirunnar. Því hefur Landspítalinn ekki getað sent þangað sjúklinga, eins og venja er þegar margir þurfa liggja inni, og það gerir málið enn erfiðara. Hildur tekur þó fram að spítalinn ráði vel við ástandið þótt það reyni á. Hún hvetur fólk til að sýna ábyrgð og koma ekki í heimsóknir ef það kennir sér meins. Þá minnir hún á að umgangspestir valda fullfrísku fólki miklum þjáningum og því þurfi ekki að hafa mörg orð um hvaða áhrif þær geti haft á fólk sem er veikt fyrir.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira