LÍN stefnir hæstaréttardómara 23. ágúst 2011 06:00 Viðar Már Matthíasson Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur stefnt Viðari Má Matthíassyni hæstaréttardómara fyrir dóm vegna ábyrgðar sem hann gekkst í fyrir tæpum þremur áratugum. „Lánasjóðurinn er að krefjast ógildingar á úrskurði málskotsnefndar, sem úrskurðaði að ábyrgð sem ég hafði gengist í á námsláni árið 1982 væri úr gildi fallin. Það eru nú öll ósköpin,“ segir Viðar, sem kveður málið ekki mikið að vöxtum en hann skilji þó að það veki athygli, enda sárasjaldan sem hæstaréttardómarar eru dregnir fyrir dóm. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst deilan um tuttugu ára hámarksuppgreiðslutíma af láninu, eins og áskilið var í öllum samningum um svonefnd V-námslán LÍN, sem voru þau fyrstu sem veitt voru. Þá greiddi lánþegi af láninu í tuttugu ár en að því loknu féllu eftirstöðvarnar niður. Í þessu tilviki hafði lánþeginn fengið undanþágur frá greiðslum vegna aðstæðna, og var auk þess með ólíkar tegundir af lánum sem hann greiddi af samtímis og allt þetta flækti málið töluvert. Ágreiningur er nú um hvort ábyrgð Viðars hafi fallið úr gildi þegar tuttugu ára hámarksuppgreiðslutíminn var liðinn. Málið er talið geta verið fordæmisgefandi að einhverju leyti. Það verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn kemur. - sh Fréttir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur stefnt Viðari Má Matthíassyni hæstaréttardómara fyrir dóm vegna ábyrgðar sem hann gekkst í fyrir tæpum þremur áratugum. „Lánasjóðurinn er að krefjast ógildingar á úrskurði málskotsnefndar, sem úrskurðaði að ábyrgð sem ég hafði gengist í á námsláni árið 1982 væri úr gildi fallin. Það eru nú öll ósköpin,“ segir Viðar, sem kveður málið ekki mikið að vöxtum en hann skilji þó að það veki athygli, enda sárasjaldan sem hæstaréttardómarar eru dregnir fyrir dóm. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst deilan um tuttugu ára hámarksuppgreiðslutíma af láninu, eins og áskilið var í öllum samningum um svonefnd V-námslán LÍN, sem voru þau fyrstu sem veitt voru. Þá greiddi lánþegi af láninu í tuttugu ár en að því loknu féllu eftirstöðvarnar niður. Í þessu tilviki hafði lánþeginn fengið undanþágur frá greiðslum vegna aðstæðna, og var auk þess með ólíkar tegundir af lánum sem hann greiddi af samtímis og allt þetta flækti málið töluvert. Ágreiningur er nú um hvort ábyrgð Viðars hafi fallið úr gildi þegar tuttugu ára hámarksuppgreiðslutíminn var liðinn. Málið er talið geta verið fordæmisgefandi að einhverju leyti. Það verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudaginn kemur. - sh
Fréttir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira