Íslam hefur hjálpað íslenskum þegnum 23. ágúst 2011 06:00 VIð tökur í Reykjavík Hér sést Fathi Jouadi við töku í miðbæ Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og kannar hvernig trúbræðrum hans reiðir af á hinum megin á hnettinum.fréttablaðið/daníel Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og verður reynslan þaðan borin saman við þá sem hann hefur héðan. Rætt var við Íslendinga sem tekið hafa íslamstrú og aðstandendur þeirra. „Það kom fram hjá aðstandendum að þeir töldu að þessi umskipti hefðu verið til góða, ábyrgðartilfinningin hefði aukist og þau hefðu orðið til þess að viðkomandi tæki lífið í sínar hendur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og hinna í fjölskyldunni sem eru kristinnar trúar, þvert á móti. Við tókum einnig eftir því að þessi umskipti höfðu ekki orðið til þess að þeim þætti síður til Íslands og íslenskrar menningar koma. Þvert á móti eru þeir stoltir af sínum bakgrunni og því að vera Íslendingar.“ Jouadi segist ekki hafa orðið var við fordóma gagnvart íslam hér á landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar urðum við varir við alls konar misskilning varðandi íslam þegar við vorum að ræða þessi mál við Íslendinga. En þegar búið var að uppræta hann var fólk venjulega sammála um að það bæri ekki svo mjög á milli þessara trúarbragða. Þetta er nú af sömu rótinni komið.“ Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvenær myndin verði sýnd en hann telur nokkuð víst að hún verði til sýnis á öllum stöðvum Al Jazeera, sem ná til eins milljarðs áhorfenda. „Við ferðuðumst um og sáum nokkuð af þessari náttúrufegurð landsins sem mér þótti mikið um. Þessa fegurð fá sjónvarpsáhorfendur að líta.“ Hann segist ekki aðeins hafa hrifist af náttúru landsins. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að Íslendingar eru svo fjarri öllum átakasvæðum en mér fannst þeir hafa sérlega húmaníska heimsmynd. Satt að segja tel ég að þeir gætu lagt sitt af mörkum til heimsmálanna með þessa heilbrigðu heimssýn að leiðarljósi.“ jse@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar. Nú er hann staddur á Nýja-Sjálandi og verður reynslan þaðan borin saman við þá sem hann hefur héðan. Rætt var við Íslendinga sem tekið hafa íslamstrú og aðstandendur þeirra. „Það kom fram hjá aðstandendum að þeir töldu að þessi umskipti hefðu verið til góða, ábyrgðartilfinningin hefði aukist og þau hefðu orðið til þess að viðkomandi tæki lífið í sínar hendur,“ segir hann. „Þetta hefur ekki orðið til þess að breikka bilið milli þeirra og hinna í fjölskyldunni sem eru kristinnar trúar, þvert á móti. Við tókum einnig eftir því að þessi umskipti höfðu ekki orðið til þess að þeim þætti síður til Íslands og íslenskrar menningar koma. Þvert á móti eru þeir stoltir af sínum bakgrunni og því að vera Íslendingar.“ Jouadi segist ekki hafa orðið var við fordóma gagnvart íslam hér á landi. „Nei, alls ekki. Hins vegar urðum við varir við alls konar misskilning varðandi íslam þegar við vorum að ræða þessi mál við Íslendinga. En þegar búið var að uppræta hann var fólk venjulega sammála um að það bæri ekki svo mjög á milli þessara trúarbragða. Þetta er nú af sömu rótinni komið.“ Hann segir að enn sé ekki ákveðið hvenær myndin verði sýnd en hann telur nokkuð víst að hún verði til sýnis á öllum stöðvum Al Jazeera, sem ná til eins milljarðs áhorfenda. „Við ferðuðumst um og sáum nokkuð af þessari náttúrufegurð landsins sem mér þótti mikið um. Þessa fegurð fá sjónvarpsáhorfendur að líta.“ Hann segist ekki aðeins hafa hrifist af náttúru landsins. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að Íslendingar eru svo fjarri öllum átakasvæðum en mér fannst þeir hafa sérlega húmaníska heimsmynd. Satt að segja tel ég að þeir gætu lagt sitt af mörkum til heimsmálanna með þessa heilbrigðu heimssýn að leiðarljósi.“ jse@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira