Páll Viðar: Skildum ekki eftir munaðarleysingja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. ágúst 2011 16:45 Páll Viðar Gíslason svarar gagnrýni þáttastjórnanda Pepsi-markanna vegna umræðu um ferð hans og Atla Sigurjónssonar til Hollands. Páll Viðar er þjálfari Þórs og Atli lykilmaður í liðinu. Sá síðarnefndu er nú að æfa til reynslu hjá hollenska liðinu NEC Nijmegen og var ákveðið að Páll Viðar myndi fylgja honum utan. Þeir voru svo fjarverandi þegar að Þór tapaði, 2-0, fyrir FH á sunnudaginn og var Páll Viðar sérstaklega gagnrýndur fyrir það eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. „Það er ekki verið að skilja eftir neina munaðarleysingja,“ sagði Páll Viðar í samtali við Vísi í dag. „Við erum þrír þjálfararnir og það voru tveir eftir til að stýra þessum leik. Ég skil því ekki af hverju þetta ætti einhverju máli að skipta.“ „Ég veit nú ekki betur að þjálfarar hafi farið út yfir sumarið og misst úr leik og það af ýmsum ástæðum. Ef menn vilja túlka þetta sem vitleysu eða eitthvað annað verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segist geta notað ferðina til að læra heilmikið um þjálfarafræðin. „Eigum við ekki að segja að ég sé á lærdómsmiklu námskeiði í efstu deild í Hollandi. Það má kalla þetta vinnuferð,“ sagði Páll Viðar. „Þessi ferð kom upp með skömmum fyrirvara þar sem að forráðamenn liðsins gengu hart að því að fá Atla út til skoðunar áður en lokað verður fyrir félagaskipti.“ „Ég er einnig framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Þórs og er það ekki þannig að framkvæmdarstjórar annarra félaga hafi ekki mátt missa út leik. En ég er bæði framkvæmdarstjóri og þjálfari og því viðbúið að það verði árekstrar.“ „Mér skilst að strákarnir hafi staðið sig vel og haldið jöfnu fram á 83. mínútu. Maður spyr sig hvort þessi gagnrýni hafi komið ef úrslitin hefðu verið jákvæð fyrir okkur. Er það ekki alltaf þannig?“ Páll Viðar bendir á að hann hafi verið gagnrýndur að hvíla leikmenn í leik liðsins gegn Stjörnunni, viku fyrir bikarúrslitin gegn KR. „Á móti kom að ég gat teflt öllum mínum leikmönnum fram í bikarúrslitunum og gátum við gefið KR-ingunum hörkuleik.“ „Það er alltaf hægt að segja hvað ef. Auðvitað eru margar hliðar á þessu. En þetta er ákvörðun sem við tókum og við stöndum við hana.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Páll Viðar Gíslason svarar gagnrýni þáttastjórnanda Pepsi-markanna vegna umræðu um ferð hans og Atla Sigurjónssonar til Hollands. Páll Viðar er þjálfari Þórs og Atli lykilmaður í liðinu. Sá síðarnefndu er nú að æfa til reynslu hjá hollenska liðinu NEC Nijmegen og var ákveðið að Páll Viðar myndi fylgja honum utan. Þeir voru svo fjarverandi þegar að Þór tapaði, 2-0, fyrir FH á sunnudaginn og var Páll Viðar sérstaklega gagnrýndur fyrir það eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. „Það er ekki verið að skilja eftir neina munaðarleysingja,“ sagði Páll Viðar í samtali við Vísi í dag. „Við erum þrír þjálfararnir og það voru tveir eftir til að stýra þessum leik. Ég skil því ekki af hverju þetta ætti einhverju máli að skipta.“ „Ég veit nú ekki betur að þjálfarar hafi farið út yfir sumarið og misst úr leik og það af ýmsum ástæðum. Ef menn vilja túlka þetta sem vitleysu eða eitthvað annað verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segist geta notað ferðina til að læra heilmikið um þjálfarafræðin. „Eigum við ekki að segja að ég sé á lærdómsmiklu námskeiði í efstu deild í Hollandi. Það má kalla þetta vinnuferð,“ sagði Páll Viðar. „Þessi ferð kom upp með skömmum fyrirvara þar sem að forráðamenn liðsins gengu hart að því að fá Atla út til skoðunar áður en lokað verður fyrir félagaskipti.“ „Ég er einnig framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Þórs og er það ekki þannig að framkvæmdarstjórar annarra félaga hafi ekki mátt missa út leik. En ég er bæði framkvæmdarstjóri og þjálfari og því viðbúið að það verði árekstrar.“ „Mér skilst að strákarnir hafi staðið sig vel og haldið jöfnu fram á 83. mínútu. Maður spyr sig hvort þessi gagnrýni hafi komið ef úrslitin hefðu verið jákvæð fyrir okkur. Er það ekki alltaf þannig?“ Páll Viðar bendir á að hann hafi verið gagnrýndur að hvíla leikmenn í leik liðsins gegn Stjörnunni, viku fyrir bikarúrslitin gegn KR. „Á móti kom að ég gat teflt öllum mínum leikmönnum fram í bikarúrslitunum og gátum við gefið KR-ingunum hörkuleik.“ „Það er alltaf hægt að segja hvað ef. Auðvitað eru margar hliðar á þessu. En þetta er ákvörðun sem við tókum og við stöndum við hana.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira