Innlent

Tveir í haldi vegna skotárásar

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Mynd/Egill
Tveir menn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í austurborginni á föstudagskvöld samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Annar þeirra hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25 nóvember en yfirheyrslur yfir hinum standa yfir. Mennirnir eru báðir á þrítugsaldri.

Lögreglan hefur lagt hald á bifreið, sem talið er að árásarmennirnir hafi verið á. Bíllinn fannst í sama borgarhluta og árásin var gerð. Fleiri manna er leitað samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×