Enski boltinn

Dalglish: Carroll er alveg eins mikilvægur og Gerrard eða Carragher

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll fagnar marki sínu í dag.
Andy Carroll fagnar marki sínu í dag. Mynd/AP
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er ánægður með framherjann Andy Carroll sem opnaði markareikning sinn á tímabilinu með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Þegar Carroll skoraði markið sitt á 71. mínútu leiksins var hann búinn að spila í meira en ellefu klukkutíma án þess að ná að skora.

„Það er auðvitað vítamínsprauta fyrir hann að skora fyrsta deildarmarkið en ég skil ekki öll þessi læti með hann. Við erum ánægðir með hann, hann er búinn að leggja mikið á sig á æfingum og átti þetta skilið," sagði Kenny Dalglish.

„Andy er búinn að vera frábær og hann stendur sig betur á æfingum en flestir. Verðmiðinn hans skiptir engu máli því það hefur engin áhrif á hans frammistöðu. Hann er líka alveg eins mikilvægur fyrir okkur og þeir [Jay] Spearing, [Steven] Gerrard eða [Jamie] Carragher Carragher sem kostuðu okkur ekki neitt," sagði Dalglish.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×