Níumenningarnir: Lögga kölluð fífl í réttarsal SB skrifar 19. janúar 2011 10:44 Frá héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ragnar Aðalsteinsson ræðir við Láru V. Júlíusdóttur saksóknara. Gert var hróp að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl," kallaði einn af áhorfendum í salnum en vitnisburður lögreglunnar hefur síst varpað skýrara ljósi á hvað átti sér stað þegar hin meinta árás á Alþingi var gerð. Fram hefur komið að svokallað "árásarboð" var sent lögreglunni og allt tiltækt lið sent að Alþingishúsinu. Ekki hefur komið fram hverjir hafa rétt á að senda slíkt boð eða hvaða reglur gilda um það. Þeir lögreglumenn sem komu að vettvangi lýsa ólátum og slagsmálum inn í Alþingishúsinu. Lögreglumaðurinn Ellert Björn Svavarsson sagði: "Það var komið óæskilegt fólk inn á þingpallana." Flestar handtökur áttu sér hins vegar stað fyrir utan og þá fyrir þá sök að fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu um að halda sér utan lögregluborða. Lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi Rúnarsson átti þátt í að handtaka Andra Lemarqui og leiða hann frá þingpöllunum út úr húsinu. Vitnisburður Guðmundar var í veigamiklum atriðum ólíkur Andra en sá síðarnefndi hefur sakað lögregluna um harðræði. Þegar Guðmundur var spurður út í hvort hann hefði borið hann með andlitið á undan niður stiga sagðist hann ekki reka til þess minni. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl!" heyrðist þá kallað úr salnum. Verjandinn Ragnar Aðalsteinsson hefur þráspurt lögregluna út í ástandið sem síðar myndaðist á Austurvelli og af hverju fólk hafi ekki verið handtekið þá fyrir árás á Alþingi. Af hverju aðeins níu hafi verið handteknir en ekki 30? Og af hverju mótmælin síðar hafi ekki talist árás á þingið. Hafa spurningar hans vakið upp pirring hjá dómara málsins Pétri Guðgeirssyni sem hefur beðið Ragnar að halda aftur að sér. Það vakti hins vegar athygli þegar lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi svaraði spurningu Ragnars á þann veg að ástandið þann 8. desember þegar níumenningarnar voru handteknir hafi ekki verið "friðsamlegt." "Hvernig var ástandið þá síðar á Austurvelli?" spurði þá Ragnar. "Það var verra," svaraði lögreglumaðurinn. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Gert var hróp að lögreglumanni sem bar vitni fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl," kallaði einn af áhorfendum í salnum en vitnisburður lögreglunnar hefur síst varpað skýrara ljósi á hvað átti sér stað þegar hin meinta árás á Alþingi var gerð. Fram hefur komið að svokallað "árásarboð" var sent lögreglunni og allt tiltækt lið sent að Alþingishúsinu. Ekki hefur komið fram hverjir hafa rétt á að senda slíkt boð eða hvaða reglur gilda um það. Þeir lögreglumenn sem komu að vettvangi lýsa ólátum og slagsmálum inn í Alþingishúsinu. Lögreglumaðurinn Ellert Björn Svavarsson sagði: "Það var komið óæskilegt fólk inn á þingpallana." Flestar handtökur áttu sér hins vegar stað fyrir utan og þá fyrir þá sök að fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu um að halda sér utan lögregluborða. Lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi Rúnarsson átti þátt í að handtaka Andra Lemarqui og leiða hann frá þingpöllunum út úr húsinu. Vitnisburður Guðmundar var í veigamiklum atriðum ólíkur Andra en sá síðarnefndi hefur sakað lögregluna um harðræði. Þegar Guðmundur var spurður út í hvort hann hefði borið hann með andlitið á undan niður stiga sagðist hann ekki reka til þess minni. "Þið munið aldrei neitt. Andskotans fífl!" heyrðist þá kallað úr salnum. Verjandinn Ragnar Aðalsteinsson hefur þráspurt lögregluna út í ástandið sem síðar myndaðist á Austurvelli og af hverju fólk hafi ekki verið handtekið þá fyrir árás á Alþingi. Af hverju aðeins níu hafi verið handteknir en ekki 30? Og af hverju mótmælin síðar hafi ekki talist árás á þingið. Hafa spurningar hans vakið upp pirring hjá dómara málsins Pétri Guðgeirssyni sem hefur beðið Ragnar að halda aftur að sér. Það vakti hins vegar athygli þegar lögreglumaðurinn Guðmundur Ingi svaraði spurningu Ragnars á þann veg að ástandið þann 8. desember þegar níumenningarnar voru handteknir hafi ekki verið "friðsamlegt." "Hvernig var ástandið þá síðar á Austurvelli?" spurði þá Ragnar. "Það var verra," svaraði lögreglumaðurinn.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira