Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Valur Grettisson skrifar 15. janúar 2011 11:08 Davíð Oddsson þegar hann var seðlabankastjóri. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008, þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. Bréfið, sem er birt í heild sinni á Wikileaks, hefst á orðunum „Kæri Tim" (e. Dear Tim). Davíð óskar í bréfinu eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann í ljósi þess að allar lánalínur höfðu lokast hingað til lands eftir bankahrun. Það kemur skýrt fram í bréfinu að Davíð hafði áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann, eða í september. Þá virðist Geithner hafa neitað honum á þeim forsendum að bankakerfið hér á landi væri of stórt. Auk þess sem Tim, eins og Davíð kallar hann, vildi ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningum nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu, sem ríkti hér á landi. Síðan skrifar Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Davíð bætti svo við að það væri augljóst að fleiri lán þyrftu að koma til. Í bréfinu tók hann fram að fleiri leiða væri leitað. Að endingu sagði þáverandi seðlabankastjórinn að hann hlakkaði til að fá svör við beiðninni. Sem var þó hafnað að lokum. Fram kemur í skjölum sendiráðs Bandaríkjanna að utanríkisráðuneytið íslenska hafi ekki haft vitneskju um efni bréfsins en vitað af tilvist þess. Þá er í skjölunum sem Wikileaks birtir haft eftir Benedikt Jónssyni, þáverandi starfandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, að utanríkisráðuneytinu hafi verið umhugað um að þar til bær stjórnvöld í Bandaríkjunum fengju beiðni um lánafyrigreiðslu. Benedikt mun hafa sagt bandaríska sendiherranum að búast við beiðni frá ríkisstjórn Íslands í gegnum réttar boðleiðir, strax sama dag. Í athugasemdum frá embættismönnum bandaríska sendiráðsins hér á landi, sem fylgja bréfinu, kom fram þeirra álit, að seðlabankinn hér á landi gætti stöðu sinnar vandlega, og að mati embættismanna, óskynsamlega. Fyrir áhugasama þá má lesa skjalið í heild sinni hér. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008, þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. Bréfið, sem er birt í heild sinni á Wikileaks, hefst á orðunum „Kæri Tim" (e. Dear Tim). Davíð óskar í bréfinu eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann í ljósi þess að allar lánalínur höfðu lokast hingað til lands eftir bankahrun. Það kemur skýrt fram í bréfinu að Davíð hafði áður óskað eftir gjaldmiðlaskiptasamningi við bankann, eða í september. Þá virðist Geithner hafa neitað honum á þeim forsendum að bankakerfið hér á landi væri of stórt. Auk þess sem Tim, eins og Davíð kallar hann, vildi ekki koma á gjaldmiðlaskiptasamningum nema að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kæmi með einhverjum hætti að ástandinu, sem ríkti hér á landi. Síðan skrifar Davíð: „Eins og þú veist eflaust, þá hefur íslenska bankakerfið minnkað verulega. Auk þess sem íslenska ríkisstjórnin hefur tilkynnt um samkomulag við AGS." Davíð bætti svo við að það væri augljóst að fleiri lán þyrftu að koma til. Í bréfinu tók hann fram að fleiri leiða væri leitað. Að endingu sagði þáverandi seðlabankastjórinn að hann hlakkaði til að fá svör við beiðninni. Sem var þó hafnað að lokum. Fram kemur í skjölum sendiráðs Bandaríkjanna að utanríkisráðuneytið íslenska hafi ekki haft vitneskju um efni bréfsins en vitað af tilvist þess. Þá er í skjölunum sem Wikileaks birtir haft eftir Benedikt Jónssyni, þáverandi starfandi ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, að utanríkisráðuneytinu hafi verið umhugað um að þar til bær stjórnvöld í Bandaríkjunum fengju beiðni um lánafyrigreiðslu. Benedikt mun hafa sagt bandaríska sendiherranum að búast við beiðni frá ríkisstjórn Íslands í gegnum réttar boðleiðir, strax sama dag. Í athugasemdum frá embættismönnum bandaríska sendiráðsins hér á landi, sem fylgja bréfinu, kom fram þeirra álit, að seðlabankinn hér á landi gætti stöðu sinnar vandlega, og að mati embættismanna, óskynsamlega. Fyrir áhugasama þá má lesa skjalið í heild sinni hér.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira