Íslendingarnir slá í gegn á Hróarskeldu Tinni Sveinsson skrifar 1. júlí 2011 21:30 Live Project-hópurinn við höfuðstöðvar sínar sem eru á fjölmiðlasvæði hátíðarinnar. "Þetta er búið að vera frábært. Við erum að fá allskonar efni inn frá hinum og þessum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Hróarskelda er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims og er frábær mæting á hátíðina í ár, 125 þúsund gestir mættir. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vef Live Project, liveproject.me, með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum. Vefurinn birtir efnið samstundis og endurspeglar þannig stemmninguna á hátíðinni. Þetta mælist afar vel fyrir og er meðal annars búið að koma stórum myndastraum frá Live Project fyrir efst á heimasíðu hátíðarinnar þar sem gestir eru stöðugt hvattir til að nýta sér íslensku nýjungina. Frítt föruneyti á vegum Live Project er statt á hátíðinni til að taka myndir og breiða út hróður síðunnar. Þar er unnið baki brotnu en skipuleggjendur hópsins eru ásamt Benedikt þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Í hópnum er einnig Jói Kjartans ljósmyndari en myndirnar sem hann tekur fyrir síðuna rata á einkasýningu hans, Næstum því lifandi, sem opnaði í gær í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru myndir hans sendar á veggina í sal safnsins við Tryggvagötu nánast um leið og hann smellir af í Danmörku. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Who Knew og Ólöf Arnalds komu fram fyrir Íslands hönd á hátíðinni í ár og segir Benedikt alla tónleikana hafa gengið vel. "Viðtökurnar voru alveg frábærar. Sérstaklega hjá Ólöfu Arnalds. Hún spilaði áðan fyrir troðfullu tjaldi og færri komust að en vildu. Það er síðan krökkt af Íslendingum hérna og þeir eru í miklu stuði eins og við var að búast." Útsending Live Project stendur yfir þar til á mánudag þegar hátíðinni lýkur. Vefurinn hefur áður sýnt með sama hætti frá viðburðum eins og Airwaves og Reykjavík Fashion Festival og hefur Ring verið bakhjarl hennar frá byrjun. Síðasta útsending var frá snjóbrettamótinu AK Extreme á Akureyri en með henni fylgdust skipuleggjendur Hróarskeldu og hrifust af. Meðfylgjandi er myndasafn með nokkrum flottum Hróarskeldumyndum frá Live Project. Við hvetjum lesendur einnig til að kíkja á síðuna og renna yfir fleiri myndir og myndskeið á borð við þetta hér en þar rakst útsendari síðunnar á hæfileikaríkan trommuleikara leika listir sínar. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
"Þetta er búið að vera frábært. Við erum að fá allskonar efni inn frá hinum og þessum. Fólk er að taka upp hundruð atriða og myndir á hverjum degi og senda inn á síðuna. Auk þess er bara föstudagur og nóg eftir af hátíðinni," segir Benedikt F. Jónsson, einn þeirra sem standa að síðunni Live Project, sem var valin samstarfsaðili Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku. Hróarskelda er ein vinsælasta tónlistarhátíð heims og er frábær mæting á hátíðina í ár, 125 þúsund gestir mættir. Gestir hátíðarinnar geta nýtt vef Live Project, liveproject.me, með því að senda inn myndbönd og myndir úr símum sínum. Vefurinn birtir efnið samstundis og endurspeglar þannig stemmninguna á hátíðinni. Þetta mælist afar vel fyrir og er meðal annars búið að koma stórum myndastraum frá Live Project fyrir efst á heimasíðu hátíðarinnar þar sem gestir eru stöðugt hvattir til að nýta sér íslensku nýjungina. Frítt föruneyti á vegum Live Project er statt á hátíðinni til að taka myndir og breiða út hróður síðunnar. Þar er unnið baki brotnu en skipuleggjendur hópsins eru ásamt Benedikt þeir Hörður Kristbjörnsson og Daníel Freyr Atlason. Í hópnum er einnig Jói Kjartans ljósmyndari en myndirnar sem hann tekur fyrir síðuna rata á einkasýningu hans, Næstum því lifandi, sem opnaði í gær í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar eru myndir hans sendar á veggina í sal safnsins við Tryggvagötu nánast um leið og hann smellir af í Danmörku. Hljómsveitirnar Agent Fresco, Who Knew og Ólöf Arnalds komu fram fyrir Íslands hönd á hátíðinni í ár og segir Benedikt alla tónleikana hafa gengið vel. "Viðtökurnar voru alveg frábærar. Sérstaklega hjá Ólöfu Arnalds. Hún spilaði áðan fyrir troðfullu tjaldi og færri komust að en vildu. Það er síðan krökkt af Íslendingum hérna og þeir eru í miklu stuði eins og við var að búast." Útsending Live Project stendur yfir þar til á mánudag þegar hátíðinni lýkur. Vefurinn hefur áður sýnt með sama hætti frá viðburðum eins og Airwaves og Reykjavík Fashion Festival og hefur Ring verið bakhjarl hennar frá byrjun. Síðasta útsending var frá snjóbrettamótinu AK Extreme á Akureyri en með henni fylgdust skipuleggjendur Hróarskeldu og hrifust af. Meðfylgjandi er myndasafn með nokkrum flottum Hróarskeldumyndum frá Live Project. Við hvetjum lesendur einnig til að kíkja á síðuna og renna yfir fleiri myndir og myndskeið á borð við þetta hér en þar rakst útsendari síðunnar á hæfileikaríkan trommuleikara leika listir sínar.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira