Upp og niður að vinna mikið með sjálfum sér 7. september 2011 16:30 Fyrsta plata Sóleyjar Stefánsdóttur í fullri lengd, We Sink, er komin út. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út erlendis en hér heima annast Kimi Records útgáfuna. Sóley var í eitt ár að semja plötuna og taka upp og gekk það allt saman mjög vel. „Auðvitað komu stundir þar sem ég fékk algjörlega nóg af því að hlusta á sjálfa mig. Þetta er rosalega mikið upp og niður að vinna svona mikið með sjálfum sér," segir Sóley. Aðspurð segist hún ekki hafa lagt upp með neitt sérstakt þema fyrir plötuna. „Ekki beint, fyrir utan að mig langaði að þróa það sem ég gerði á EP-plötunni minni (Theater Island) og halda áfram með sama hljóðheim og stemningu." Þar var tónlistin píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum. We Sink kemur út á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu. Platan var tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugarvarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Sóley, sem er einnig meðlimur í Seabear og Sin Fang, er þessa dagana á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Þar spilar hún sín lög en einnig lög með Sin Fang. Með henni í ferðalaginu eru eintómir strákar, eða þeir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, Arnljótur Sigurðsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Jón Óskar slagverksleikari. Aðspurð segir hún það ekkert erfitt að vera eina stelpan í hópnum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg frábært að vera með þessum strákum. Þeir eru náttúrulega strákar og haga sér eftir því en nú er búið að skipa Magga trommara sem trúnaðarmann minn þannig að þegar einhver segir eitthvað dónalegt horfi ég á Magga, hann ranghvolfir augunum og ég segi: Já, ég veit, þessir strákar." Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru áætlaðir í byrjun október í Reykjavík eftir að tónleikaferðinni um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Fyrsta plata Sóleyjar Stefánsdóttur í fullri lengd, We Sink, er komin út. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út erlendis en hér heima annast Kimi Records útgáfuna. Sóley var í eitt ár að semja plötuna og taka upp og gekk það allt saman mjög vel. „Auðvitað komu stundir þar sem ég fékk algjörlega nóg af því að hlusta á sjálfa mig. Þetta er rosalega mikið upp og niður að vinna svona mikið með sjálfum sér," segir Sóley. Aðspurð segist hún ekki hafa lagt upp með neitt sérstakt þema fyrir plötuna. „Ekki beint, fyrir utan að mig langaði að þróa það sem ég gerði á EP-plötunni minni (Theater Island) og halda áfram með sama hljóðheim og stemningu." Þar var tónlistin píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum. We Sink kemur út á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu. Platan var tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugarvarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Sóley, sem er einnig meðlimur í Seabear og Sin Fang, er þessa dagana á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Þar spilar hún sín lög en einnig lög með Sin Fang. Með henni í ferðalaginu eru eintómir strákar, eða þeir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, Arnljótur Sigurðsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Jón Óskar slagverksleikari. Aðspurð segir hún það ekkert erfitt að vera eina stelpan í hópnum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg frábært að vera með þessum strákum. Þeir eru náttúrulega strákar og haga sér eftir því en nú er búið að skipa Magga trommara sem trúnaðarmann minn þannig að þegar einhver segir eitthvað dónalegt horfi ég á Magga, hann ranghvolfir augunum og ég segi: Já, ég veit, þessir strákar." Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru áætlaðir í byrjun október í Reykjavík eftir að tónleikaferðinni um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning