Flæðir yfir hálendið og friðlýstar perlur 25. október 2011 05:30 Útbreiðslukort lúpínu Í skýrslu lúpínunefndarinnar er útbreiðslan sýnd í 10x10 kílómetra reitum árin 2009 og 2010, eftir endurmat. Myndin sýnir að landnám jurtarinnar nær til alls landsins í meiri eða minni mæli. Skráning Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu. Notkun framandi jurtategunda er bönnuð á Íslandi ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Skráning á útbreiðslu þeirra sýnir hins vegar að lúpínu er að finna á 43 reitum á hálendinu sem hver um sig eru 500 sinnum 500 metrar að stærð. Samsvarandi tölur fyrir friðlýst svæði í landinu eru 118 reitir og hraun frá sögulegum tíma 120 reitir. Notkun framandi tegunda er bönnuð á öllum þessum svæðum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, segir að ef ekki verði brugðist við án tafar sé ljóst að umfang vandans verði meira en ráðið verði við. Hann starfar í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem undirbýr aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínunnar. Nefndin, sem kemur saman á morgun, skilaði umfangsmikilli skýrslu til ráðherra í apríl í fyrra. Þá var boðað að ráðist yrði gegn útbreiðslu lúpínu með skipulögðum hætti. „Forgangurinn er á hálendið núna,“ segir Jón Gunnar spurður um áherslur nefndarinnar. Jón Gunnar segir það talið víst að útbreiðslan sé miklum mun meiri en skráning svæða segir til um, eins og kemur jafnframt fram í nýútkominni Hvítbók um náttúruvernd, þar sem sérstaklega er fjallað um lúpínuna sem aðsteðjandi hættu í náttúru Íslands. Nú er svo komið að lúpína vex víða á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil, en einkum þó við þéttbýli og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hefur útbreiðsla hennar stóraukist eftir 1990 en hún var upphaflega flutt hingað til lands um aldamótin 1900. Í skýrslu lúpínunefndarinnar segir að það sé brýnt að lágmarka það tjón sem lúpína, og aðrar óæskilegar tegundir, hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverðmæti. Hins vegar verður lúpínan áfram mikilvæg jurt í landgræðslu og forræktun fyrir skógrækt á rýrum svæðum enda þekkt að lúpína hefur verið notuð mikið til landgræðslu og vegna skógræktar með góðum árangri. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Skráning Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu. Notkun framandi jurtategunda er bönnuð á Íslandi ofan 500 metra hæðar yfir sjó. Skráning á útbreiðslu þeirra sýnir hins vegar að lúpínu er að finna á 43 reitum á hálendinu sem hver um sig eru 500 sinnum 500 metrar að stærð. Samsvarandi tölur fyrir friðlýst svæði í landinu eru 118 reitir og hraun frá sögulegum tíma 120 reitir. Notkun framandi tegunda er bönnuð á öllum þessum svæðum. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ, segir að ef ekki verði brugðist við án tafar sé ljóst að umfang vandans verði meira en ráðið verði við. Hann starfar í nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins sem undirbýr aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu lúpínunnar. Nefndin, sem kemur saman á morgun, skilaði umfangsmikilli skýrslu til ráðherra í apríl í fyrra. Þá var boðað að ráðist yrði gegn útbreiðslu lúpínu með skipulögðum hætti. „Forgangurinn er á hálendið núna,“ segir Jón Gunnar spurður um áherslur nefndarinnar. Jón Gunnar segir það talið víst að útbreiðslan sé miklum mun meiri en skráning svæða segir til um, eins og kemur jafnframt fram í nýútkominni Hvítbók um náttúruvernd, þar sem sérstaklega er fjallað um lúpínuna sem aðsteðjandi hættu í náttúru Íslands. Nú er svo komið að lúpína vex víða á láglendi þar sem land er friðað eða sauðfjárbeit lítil, en einkum þó við þéttbýli og á skógræktar- og landgræðslusvæðum. Hefur útbreiðsla hennar stóraukist eftir 1990 en hún var upphaflega flutt hingað til lands um aldamótin 1900. Í skýrslu lúpínunefndarinnar segir að það sé brýnt að lágmarka það tjón sem lúpína, og aðrar óæskilegar tegundir, hafa á líffræðilega fjölbreytni og önnur náttúruverðmæti. Hins vegar verður lúpínan áfram mikilvæg jurt í landgræðslu og forræktun fyrir skógrækt á rýrum svæðum enda þekkt að lúpína hefur verið notuð mikið til landgræðslu og vegna skógræktar með góðum árangri. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira