Nýtt athvarf fyrir fólk á leið úr vændi 3. september 2011 08:30 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Framkvæmdastýra athvarfsins segir að mikil eftirspurn sé eftir vændi á Íslandi og nauðsynlegt sé að opna umræðuna. fréttablaðið/vilhelm Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstaklingar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjórir karlar. Þrettán ný tilvik varðandi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greinilega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Steinunn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólkinu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fagaðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þangað leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfðinu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Stígamót opnuðu nýtt athvarf fyrir konur sem eru að stíga út úr vændi og mansali í gær. Athvarfið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Fjöldi sjálfboðaliða mun vinna á staðnum, en heimilisfangið verður ekki gefið upp til að vernda þá sem þangað sækja. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins, segir húsnæðið vera ætlað öllum þeim sem eru að stíga út úr vændi eða hafa orðið fórnarlömb mansals. Á milli 30 og 40 einstaklingar eru í viðtölum hjá Stígamótum vegna vændis, þar af þrír til fjórir karlar. Þrettán ný tilvik varðandi vændi komu til samtakanna í fyrra. „Það er brýn þörf fyrir svona þjónustu. Við sjáum mjög greinilega að það er mikil eftirspurn eftir vændi á Íslandi og eftirspurn er oftast svarað,“ segir Steinunn. Rými er fyrir sex manns í athvarfinu í einu. Hægt er að dvelja þar í lengri eða styttri tíma. „Sá hópur sem stundar vændi er mjög fjölbreyttur,“ segir Steinunn. „Hér eru allir velkomnir og það er líka nauðsynlegt að muna að vændi þarf ekki að fara fram sem greiðsla í peningum. Sumir stunda það í skiptum fyrir fæði, húsaskjól eða fíkniefni. Vændi er ofbeldi og það er nauðsynlegt að opna umræðuna um það.“ Þjónustan í athvarfinu verður einstaklingsmiðuð og verður fólkinu boðið upp á viðtöl. Stígamót verða í samstarfi við aðra fagaðila; lækna, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa og verður lögð áhersla á að koma þeim sem þangað leita út í samfélagið á ný. „Þetta er staður til að vinna í sínum málum í friði og ró,“ segir Eva. Nýtt fjáröflunarátak Stígamóta hefst í dag. Átakið fer fram undir kjörorðunum „Stingum ekki höfðinu í sandinn, stöndum saman og styrkjum Stígamót“. Fólki er boðið að taka þátt í rekstri samtakanna með því að greiða mánaðarlegar greiðslur inn á reikning Stígamóta. Söfnunin fer fram í Kringlunni og á öðrum fjölförnum stöðum út mánuðinn. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira