Gosórói í sauðkindum fyrir Grímsvatnagosið 23. maí 2011 06:00 Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Guðný Marta Óskarsdóttir, eiginkona Hannesar, sagði hið gegndarlausa öskufall hafa komið þeim í opna skjöldu. Sauðburður sé langt kominn á Hvoli og mest allt fé hafi verið úti við. Hjónin hafi óttast að talsvert af skepnunum hefði drepist. Þegar ósköpunum linnti fannst þó ekkert dautt fé. Þvert á móti. „Þegar við komum út voru tvær ær bornar þrílembdar og tvær tvílembdar,“ sagði Hannes sem kvað með ólíkindum hversu vel kindurnar hefðu staðið áhlaupið af sér. Lárus Helgason á Kálfafelli sagði svipaða sögu og Hannes. Útlitið hafi verið býsna svart en þegar að hafi verið gáð hafi ekkert fé reynst dautt. „Það virðist standa þetta ótrúlega vel af sér, meira að segja nýborin lömb. Manni stórlétti að sjá hvernig það spjaraði sig,“ sagði Lárus. Guðný á Hvoli sagði að í gærmorgun hafi allt verið „kolbikasvart“ en að ekki hafi þó væst um heimilisfólkið. Átján erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni hafi verið í næturgistingu í sérstöku húsi rúma eitt hundrað metra frá íbúðarhúsinu. Þeir hafi ýmist verið á leið lengra austur á land eða í vesturátt til höfuðborgarsvæðisins. Hannes fór í gegn um biksvartan öskusortann til að huga að gestunum sem ekkert reyndist ama að. „Ég fór nú þarna á milli aðallega eftir minni,“ sagði hann. Hannes sagði fé sitt hafa verið mjög órólegt síðustu þrjá dagana fyrir gosið, sérstaklega á sjálfan gosdaginn. „Þær voru eirðarlausar og æddu um allt. Rolla sem var að bera kláraði það ekki fyrr en á fjórða staðnum. Þær voru allar á iði og fundu eitthvað á sér. Þær eru séðar,“ sagði Hannes. Viðmælendur í Fljótshverfi voru sammála um að öskulagið eftir hrinuna í gær hafi verið á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur sentimetrar. „Þótt þetta hafi sloppið til núna ætla ég rétt að vona að fáum ekki meira af slíkri ofankomu,“ sagði Hannes. Nú bíður stórhreingerning heimilisfólksins á Hvoli enda reyndist ómögulegt að halda öskunni úti. „Þetta smýgur inn um allt,“ sagði Guðný á Hvoli. gar@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Guðný Marta Óskarsdóttir, eiginkona Hannesar, sagði hið gegndarlausa öskufall hafa komið þeim í opna skjöldu. Sauðburður sé langt kominn á Hvoli og mest allt fé hafi verið úti við. Hjónin hafi óttast að talsvert af skepnunum hefði drepist. Þegar ósköpunum linnti fannst þó ekkert dautt fé. Þvert á móti. „Þegar við komum út voru tvær ær bornar þrílembdar og tvær tvílembdar,“ sagði Hannes sem kvað með ólíkindum hversu vel kindurnar hefðu staðið áhlaupið af sér. Lárus Helgason á Kálfafelli sagði svipaða sögu og Hannes. Útlitið hafi verið býsna svart en þegar að hafi verið gáð hafi ekkert fé reynst dautt. „Það virðist standa þetta ótrúlega vel af sér, meira að segja nýborin lömb. Manni stórlétti að sjá hvernig það spjaraði sig,“ sagði Lárus. Guðný á Hvoli sagði að í gærmorgun hafi allt verið „kolbikasvart“ en að ekki hafi þó væst um heimilisfólkið. Átján erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni hafi verið í næturgistingu í sérstöku húsi rúma eitt hundrað metra frá íbúðarhúsinu. Þeir hafi ýmist verið á leið lengra austur á land eða í vesturátt til höfuðborgarsvæðisins. Hannes fór í gegn um biksvartan öskusortann til að huga að gestunum sem ekkert reyndist ama að. „Ég fór nú þarna á milli aðallega eftir minni,“ sagði hann. Hannes sagði fé sitt hafa verið mjög órólegt síðustu þrjá dagana fyrir gosið, sérstaklega á sjálfan gosdaginn. „Þær voru eirðarlausar og æddu um allt. Rolla sem var að bera kláraði það ekki fyrr en á fjórða staðnum. Þær voru allar á iði og fundu eitthvað á sér. Þær eru séðar,“ sagði Hannes. Viðmælendur í Fljótshverfi voru sammála um að öskulagið eftir hrinuna í gær hafi verið á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur sentimetrar. „Þótt þetta hafi sloppið til núna ætla ég rétt að vona að fáum ekki meira af slíkri ofankomu,“ sagði Hannes. Nú bíður stórhreingerning heimilisfólksins á Hvoli enda reyndist ómögulegt að halda öskunni úti. „Þetta smýgur inn um allt,“ sagði Guðný á Hvoli. gar@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira