Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. maí 2011 19:09 Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið núna vera af þeirri stærðargráðu eins og þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hvað hæst. Gosið nú er einungis um einn tíundi af því þegar það var mest en er þó enn öflugt. „Það gos sem kemst næst þessu hvað stærð varðar í Grímsvötnum, er gos sem varð 1873 og þá var verulegt öskufall í byggðum í fjóra daga og ég held við verðum að reikna með því að þetta sé eitthvað svipað þannig það séu einhverjir dagar eftir af umtalsverðu öskufalli en síðan er það spurning um hvert vindurinn blæs hvert askan fer," segir Magnús Tumi. Erfitt er að segja til um lengd gossins. „Það eru líkur til þess að í gosinu 1873 hafi verið eldur uppi í allt að sjö mánuði en það var ekkert öskufall að ráði nema fyrstu dagana eða fyrstu vikuna." Gosmökkurinn er nú í um 5 til 7 kílómetra hæð, Magnús Tumi segir vind úr norðri lækka mökkinn. Hæst fór mökkurinn í tæpa tuttugu kílómetra í gærmorgun. Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki á síðasta ári var gosmökkur þess einungis í um 10 kílómetrum. Gríðarlegt öskufall hefur verið á svæðinu undir gosstöðvunum, mest á milli Eyjafjallajökuls og Kvískerja. Hins vegar hafa borist tilkynningar um öskufall um allt land. Askan barst til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær og í dag mældist svifryk í Reykjavík tæp 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Hjá Almannavörnum hefur viðbúnaður áfram verið mikill í dag. Hugað var að því í morgun að opna þjóðveginn en vegna öskufalls og slæms skyggnis reyndist það ekki mögulegt og ekki vitað hvenær það verður hægt. Næstu skref eru að fylgjast áfram með eldgosinu. „Halda áfram að líta eftir fólki þarna á svæðinu, heyra í fólki, athuga hvað vantar og veita þá aðstoð sem hægt er. Það gengur hvorki hægt né hratt, aðalatriðið að við höfum ekki haft neinar fregnir af slysum af fólki en auðvitað er þetta sjokk fyrir alla sem eru á svæðinu sérstaklega og okkur hina líka," segir Hjálmar Björgvinsson stjórnandi aðgerða í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Hjálmar segir tilmæli til fólks vera einföld. „Hækkiði hitann í híbýlunum til þess að mynda yfirþrýsting, setjið raka klúta við glugga og hugsanlega teipa fyrir og síðan eins og hægt er að fólk verði innandyra." Helstu fréttir Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið núna vera af þeirri stærðargráðu eins og þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hvað hæst. Gosið nú er einungis um einn tíundi af því þegar það var mest en er þó enn öflugt. „Það gos sem kemst næst þessu hvað stærð varðar í Grímsvötnum, er gos sem varð 1873 og þá var verulegt öskufall í byggðum í fjóra daga og ég held við verðum að reikna með því að þetta sé eitthvað svipað þannig það séu einhverjir dagar eftir af umtalsverðu öskufalli en síðan er það spurning um hvert vindurinn blæs hvert askan fer," segir Magnús Tumi. Erfitt er að segja til um lengd gossins. „Það eru líkur til þess að í gosinu 1873 hafi verið eldur uppi í allt að sjö mánuði en það var ekkert öskufall að ráði nema fyrstu dagana eða fyrstu vikuna." Gosmökkurinn er nú í um 5 til 7 kílómetra hæð, Magnús Tumi segir vind úr norðri lækka mökkinn. Hæst fór mökkurinn í tæpa tuttugu kílómetra í gærmorgun. Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki á síðasta ári var gosmökkur þess einungis í um 10 kílómetrum. Gríðarlegt öskufall hefur verið á svæðinu undir gosstöðvunum, mest á milli Eyjafjallajökuls og Kvískerja. Hins vegar hafa borist tilkynningar um öskufall um allt land. Askan barst til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær og í dag mældist svifryk í Reykjavík tæp 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Hjá Almannavörnum hefur viðbúnaður áfram verið mikill í dag. Hugað var að því í morgun að opna þjóðveginn en vegna öskufalls og slæms skyggnis reyndist það ekki mögulegt og ekki vitað hvenær það verður hægt. Næstu skref eru að fylgjast áfram með eldgosinu. „Halda áfram að líta eftir fólki þarna á svæðinu, heyra í fólki, athuga hvað vantar og veita þá aðstoð sem hægt er. Það gengur hvorki hægt né hratt, aðalatriðið að við höfum ekki haft neinar fregnir af slysum af fólki en auðvitað er þetta sjokk fyrir alla sem eru á svæðinu sérstaklega og okkur hina líka," segir Hjálmar Björgvinsson stjórnandi aðgerða í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Hjálmar segir tilmæli til fólks vera einföld. „Hækkiði hitann í híbýlunum til þess að mynda yfirþrýsting, setjið raka klúta við glugga og hugsanlega teipa fyrir og síðan eins og hægt er að fólk verði innandyra."
Helstu fréttir Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira