Gosóróinn lítið breyst síðastliðinn sólarhring Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 23. maí 2011 19:09 Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið núna vera af þeirri stærðargráðu eins og þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hvað hæst. Gosið nú er einungis um einn tíundi af því þegar það var mest en er þó enn öflugt. „Það gos sem kemst næst þessu hvað stærð varðar í Grímsvötnum, er gos sem varð 1873 og þá var verulegt öskufall í byggðum í fjóra daga og ég held við verðum að reikna með því að þetta sé eitthvað svipað þannig það séu einhverjir dagar eftir af umtalsverðu öskufalli en síðan er það spurning um hvert vindurinn blæs hvert askan fer," segir Magnús Tumi. Erfitt er að segja til um lengd gossins. „Það eru líkur til þess að í gosinu 1873 hafi verið eldur uppi í allt að sjö mánuði en það var ekkert öskufall að ráði nema fyrstu dagana eða fyrstu vikuna." Gosmökkurinn er nú í um 5 til 7 kílómetra hæð, Magnús Tumi segir vind úr norðri lækka mökkinn. Hæst fór mökkurinn í tæpa tuttugu kílómetra í gærmorgun. Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki á síðasta ári var gosmökkur þess einungis í um 10 kílómetrum. Gríðarlegt öskufall hefur verið á svæðinu undir gosstöðvunum, mest á milli Eyjafjallajökuls og Kvískerja. Hins vegar hafa borist tilkynningar um öskufall um allt land. Askan barst til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær og í dag mældist svifryk í Reykjavík tæp 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Hjá Almannavörnum hefur viðbúnaður áfram verið mikill í dag. Hugað var að því í morgun að opna þjóðveginn en vegna öskufalls og slæms skyggnis reyndist það ekki mögulegt og ekki vitað hvenær það verður hægt. Næstu skref eru að fylgjast áfram með eldgosinu. „Halda áfram að líta eftir fólki þarna á svæðinu, heyra í fólki, athuga hvað vantar og veita þá aðstoð sem hægt er. Það gengur hvorki hægt né hratt, aðalatriðið að við höfum ekki haft neinar fregnir af slysum af fólki en auðvitað er þetta sjokk fyrir alla sem eru á svæðinu sérstaklega og okkur hina líka," segir Hjálmar Björgvinsson stjórnandi aðgerða í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Hjálmar segir tilmæli til fólks vera einföld. „Hækkiði hitann í híbýlunum til þess að mynda yfirþrýsting, setjið raka klúta við glugga og hugsanlega teipa fyrir og síðan eins og hægt er að fólk verði innandyra." Helstu fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Gosórói í Grímsvötnum hefur lítið breyst síðasta sólarhringinn segir jarðeðlisfræðingur. Búast má þó áfram við umtalsverðu öskufalli næstu daga. Almannavarnir beina því til fólks að kynda vel heimili sín til að halda öskunni úti. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gosið núna vera af þeirri stærðargráðu eins og þegar gosið í Eyjafjallajökli stóð hvað hæst. Gosið nú er einungis um einn tíundi af því þegar það var mest en er þó enn öflugt. „Það gos sem kemst næst þessu hvað stærð varðar í Grímsvötnum, er gos sem varð 1873 og þá var verulegt öskufall í byggðum í fjóra daga og ég held við verðum að reikna með því að þetta sé eitthvað svipað þannig það séu einhverjir dagar eftir af umtalsverðu öskufalli en síðan er það spurning um hvert vindurinn blæs hvert askan fer," segir Magnús Tumi. Erfitt er að segja til um lengd gossins. „Það eru líkur til þess að í gosinu 1873 hafi verið eldur uppi í allt að sjö mánuði en það var ekkert öskufall að ráði nema fyrstu dagana eða fyrstu vikuna." Gosmökkurinn er nú í um 5 til 7 kílómetra hæð, Magnús Tumi segir vind úr norðri lækka mökkinn. Hæst fór mökkurinn í tæpa tuttugu kílómetra í gærmorgun. Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki á síðasta ári var gosmökkur þess einungis í um 10 kílómetrum. Gríðarlegt öskufall hefur verið á svæðinu undir gosstöðvunum, mest á milli Eyjafjallajökuls og Kvískerja. Hins vegar hafa borist tilkynningar um öskufall um allt land. Askan barst til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær og í dag mældist svifryk í Reykjavík tæp 400 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Hjá Almannavörnum hefur viðbúnaður áfram verið mikill í dag. Hugað var að því í morgun að opna þjóðveginn en vegna öskufalls og slæms skyggnis reyndist það ekki mögulegt og ekki vitað hvenær það verður hægt. Næstu skref eru að fylgjast áfram með eldgosinu. „Halda áfram að líta eftir fólki þarna á svæðinu, heyra í fólki, athuga hvað vantar og veita þá aðstoð sem hægt er. Það gengur hvorki hægt né hratt, aðalatriðið að við höfum ekki haft neinar fregnir af slysum af fólki en auðvitað er þetta sjokk fyrir alla sem eru á svæðinu sérstaklega og okkur hina líka," segir Hjálmar Björgvinsson stjórnandi aðgerða í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð. Hjálmar segir tilmæli til fólks vera einföld. „Hækkiði hitann í híbýlunum til þess að mynda yfirþrýsting, setjið raka klúta við glugga og hugsanlega teipa fyrir og síðan eins og hægt er að fólk verði innandyra."
Helstu fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira