Íslenski boltinn

Myljandi hagnaður hjá KSÍ

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, heldur áfram að gera það gott og enn eitt árið skilar sambandið myljandi hagnaði. Að þessu sinni skilaði sambandið hagnaði upp á 67 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 32 milljón króna hagnaði.

Fjárhagsstaða sambandsins er traust sem fyrr en handbært fé er um 320 milljónir króna en eigið fé 218 milljónir króna.

Rekstrartekjur sambandsins á síðasta ári námu 723 milljónum króna sem er hækkun um 20 milljónir milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×