Guðbjarti dauðbrá við lestur ofbeldisskýrslu 5. febrúar 2011 06:00 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði fjölmennt Jafnréttisþing á Hilton Nordica í gær. fréttablaðið/gva Ekki hefur miðað sem skyldi við útrýmingu launamunar kynjanna og í ofbeldismálum gegn konum ættum við að vera að gera mun betur. Þetta kom fram í máli Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á fjölmennu Jafnréttisþingi í gær. Ráðherrann kynnti skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hér á landi. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslu ráðherrans er þróun kynbundins launamunar, atvinnuþátttaka og stjórnmálaþátttaka kynjanna og kynjahlutfall í opinberum nefndum. Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, heilbrigðismál og menntamál eru líka ræddar. Mikill þungi verður lagður í störf ráðherranefndar um jafnrétti kynjanna að sögn Guðbjarts. Nefndin á að samþætta kynja- og jafnréttismál í stefnumörkun og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og fylgja eftir framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Í erindi ráðherra í gær kom fram að dregið hefur saman með kynjunum hvað atvinnuleysi varðar. Fyrst urðu karlar atvinnulausir við hrun í byggingariðnaðinum. Síðan hefur hlutfallið jafnast út, atvinnulausum konum hefur fjölgað en körlum fækkað. Í desember síðastliðnum voru 7,3 prósent kvenna atvinnulaus en 8,5 prósent karla. Guðbjartur segir að umræður á Alþingi um verkefni um kynjaða fjárlagagerð hafi verið undarlegar að mörgu leyti. Verkefnið sé mikilvægt. Settir verði upp mælikvarðar á það hvernig ákvarðanir í fjárlagagerð hafi áhrif á kynin. „Manni dauðbrá þegar ég fékk skýrsluna sem er nýkomin út varðandi ofbeldi gegn konum og í nánum samböndum,“ sagði Guðbjartur í gær. Á hann þar við niðurstöður rannsókna sem kynntar voru í janúar, þar sem fram kom að rúm 22 prósent kvenna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann frá 16 ára aldri. „Þetta eru allt saman tölur sem eiga að vera okkur alvarleg áminning um að við verðum að gera miklu betur.“ Fimm önnur erindi voru flutt á Jafnréttisþingi í gær auk þess sem sex málstofur voru starfræktar og umræður fóru fram um hvert stjórnvöld eigi að stefna. Velferðarráðherra lagði áherslu á að þingið væri mikilvægur vettvangur fyrir fólk til að hafa áhrif á stefnu í jafnréttismálum. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Ekki hefur miðað sem skyldi við útrýmingu launamunar kynjanna og í ofbeldismálum gegn konum ættum við að vera að gera mun betur. Þetta kom fram í máli Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á fjölmennu Jafnréttisþingi í gær. Ráðherrann kynnti skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hér á landi. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslu ráðherrans er þróun kynbundins launamunar, atvinnuþátttaka og stjórnmálaþátttaka kynjanna og kynjahlutfall í opinberum nefndum. Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, heilbrigðismál og menntamál eru líka ræddar. Mikill þungi verður lagður í störf ráðherranefndar um jafnrétti kynjanna að sögn Guðbjarts. Nefndin á að samþætta kynja- og jafnréttismál í stefnumörkun og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og fylgja eftir framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Í erindi ráðherra í gær kom fram að dregið hefur saman með kynjunum hvað atvinnuleysi varðar. Fyrst urðu karlar atvinnulausir við hrun í byggingariðnaðinum. Síðan hefur hlutfallið jafnast út, atvinnulausum konum hefur fjölgað en körlum fækkað. Í desember síðastliðnum voru 7,3 prósent kvenna atvinnulaus en 8,5 prósent karla. Guðbjartur segir að umræður á Alþingi um verkefni um kynjaða fjárlagagerð hafi verið undarlegar að mörgu leyti. Verkefnið sé mikilvægt. Settir verði upp mælikvarðar á það hvernig ákvarðanir í fjárlagagerð hafi áhrif á kynin. „Manni dauðbrá þegar ég fékk skýrsluna sem er nýkomin út varðandi ofbeldi gegn konum og í nánum samböndum,“ sagði Guðbjartur í gær. Á hann þar við niðurstöður rannsókna sem kynntar voru í janúar, þar sem fram kom að rúm 22 prósent kvenna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann frá 16 ára aldri. „Þetta eru allt saman tölur sem eiga að vera okkur alvarleg áminning um að við verðum að gera miklu betur.“ Fimm önnur erindi voru flutt á Jafnréttisþingi í gær auk þess sem sex málstofur voru starfræktar og umræður fóru fram um hvert stjórnvöld eigi að stefna. Velferðarráðherra lagði áherslu á að þingið væri mikilvægur vettvangur fyrir fólk til að hafa áhrif á stefnu í jafnréttismálum. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira