Guðbjarti dauðbrá við lestur ofbeldisskýrslu 5. febrúar 2011 06:00 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði fjölmennt Jafnréttisþing á Hilton Nordica í gær. fréttablaðið/gva Ekki hefur miðað sem skyldi við útrýmingu launamunar kynjanna og í ofbeldismálum gegn konum ættum við að vera að gera mun betur. Þetta kom fram í máli Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á fjölmennu Jafnréttisþingi í gær. Ráðherrann kynnti skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hér á landi. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslu ráðherrans er þróun kynbundins launamunar, atvinnuþátttaka og stjórnmálaþátttaka kynjanna og kynjahlutfall í opinberum nefndum. Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, heilbrigðismál og menntamál eru líka ræddar. Mikill þungi verður lagður í störf ráðherranefndar um jafnrétti kynjanna að sögn Guðbjarts. Nefndin á að samþætta kynja- og jafnréttismál í stefnumörkun og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og fylgja eftir framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Í erindi ráðherra í gær kom fram að dregið hefur saman með kynjunum hvað atvinnuleysi varðar. Fyrst urðu karlar atvinnulausir við hrun í byggingariðnaðinum. Síðan hefur hlutfallið jafnast út, atvinnulausum konum hefur fjölgað en körlum fækkað. Í desember síðastliðnum voru 7,3 prósent kvenna atvinnulaus en 8,5 prósent karla. Guðbjartur segir að umræður á Alþingi um verkefni um kynjaða fjárlagagerð hafi verið undarlegar að mörgu leyti. Verkefnið sé mikilvægt. Settir verði upp mælikvarðar á það hvernig ákvarðanir í fjárlagagerð hafi áhrif á kynin. „Manni dauðbrá þegar ég fékk skýrsluna sem er nýkomin út varðandi ofbeldi gegn konum og í nánum samböndum,“ sagði Guðbjartur í gær. Á hann þar við niðurstöður rannsókna sem kynntar voru í janúar, þar sem fram kom að rúm 22 prósent kvenna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann frá 16 ára aldri. „Þetta eru allt saman tölur sem eiga að vera okkur alvarleg áminning um að við verðum að gera miklu betur.“ Fimm önnur erindi voru flutt á Jafnréttisþingi í gær auk þess sem sex málstofur voru starfræktar og umræður fóru fram um hvert stjórnvöld eigi að stefna. Velferðarráðherra lagði áherslu á að þingið væri mikilvægur vettvangur fyrir fólk til að hafa áhrif á stefnu í jafnréttismálum. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira
Ekki hefur miðað sem skyldi við útrýmingu launamunar kynjanna og í ofbeldismálum gegn konum ættum við að vera að gera mun betur. Þetta kom fram í máli Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á fjölmennu Jafnréttisþingi í gær. Ráðherrann kynnti skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála hér á landi. Meðal þess sem fjallað er um í skýrslu ráðherrans er þróun kynbundins launamunar, atvinnuþátttaka og stjórnmálaþátttaka kynjanna og kynjahlutfall í opinberum nefndum. Aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi, heilbrigðismál og menntamál eru líka ræddar. Mikill þungi verður lagður í störf ráðherranefndar um jafnrétti kynjanna að sögn Guðbjarts. Nefndin á að samþætta kynja- og jafnréttismál í stefnumörkun og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og fylgja eftir framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Í erindi ráðherra í gær kom fram að dregið hefur saman með kynjunum hvað atvinnuleysi varðar. Fyrst urðu karlar atvinnulausir við hrun í byggingariðnaðinum. Síðan hefur hlutfallið jafnast út, atvinnulausum konum hefur fjölgað en körlum fækkað. Í desember síðastliðnum voru 7,3 prósent kvenna atvinnulaus en 8,5 prósent karla. Guðbjartur segir að umræður á Alþingi um verkefni um kynjaða fjárlagagerð hafi verið undarlegar að mörgu leyti. Verkefnið sé mikilvægt. Settir verði upp mælikvarðar á það hvernig ákvarðanir í fjárlagagerð hafi áhrif á kynin. „Manni dauðbrá þegar ég fékk skýrsluna sem er nýkomin út varðandi ofbeldi gegn konum og í nánum samböndum,“ sagði Guðbjartur í gær. Á hann þar við niðurstöður rannsókna sem kynntar voru í janúar, þar sem fram kom að rúm 22 prósent kvenna sögðust hafa verið beitt ofbeldi í nánu sambandi einhvern tímann frá 16 ára aldri. „Þetta eru allt saman tölur sem eiga að vera okkur alvarleg áminning um að við verðum að gera miklu betur.“ Fimm önnur erindi voru flutt á Jafnréttisþingi í gær auk þess sem sex málstofur voru starfræktar og umræður fóru fram um hvert stjórnvöld eigi að stefna. Velferðarráðherra lagði áherslu á að þingið væri mikilvægur vettvangur fyrir fólk til að hafa áhrif á stefnu í jafnréttismálum. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Sjá meira