Enski boltinn

Sneijder gæti farið til Man. Utd. í janúar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sneijder í leik með Inter.
Sneijder í leik með Inter. Mynd. / Getty Images
Wesley Sneijder, leikmaður Inter Milan, gæti gengið í raðið Manchester United í janúar þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum  höfðu félögin bæði komist að samkomulagi um kaupverð á Sneijder nú á ágústmánuði en of háar launakröfur leikmannsins urðu þess valdandi að félagsskiptin gengu ekki í gegn.

Sneijder á að hafa sagt við fólk nærri sér að hann myndi enda hjá Manchester United og líklega í janúar, en þetta hefur vefmiðillinn  Sunday Mirror eftir heimildarmanni sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×