Lífið

Taktu mataræðið endanlega í gegn

Þórdís Jóna Sigurðardóttir.
Þórdís Jóna Sigurðardóttir.

Þórdís Jóna Sigurðardóttir annar eigandi veitingahússins HaPP sem hefur heldur betur slegið í gegn hér á landi hefur nú sett á laggirnar svokallaða „HaPP daga" sem fram fara í Stykkishólmi. Um er að ræða fimm daga ferð þar sem lögð er áhersla á gott mataræði, hreyfingu og að ekki sé minnst á náin tengsl við náttúruna.

„Happ dagar bjóða heildræna lausn að bættum lífsstíl til frambúðar," svarar Þórdís spurð út í umrædda HaPPdaga og heldur áfram: „Dvölin verður skemmtileg, krefjandi og lærdómsrík og fólk upplifir nýja hluti. Hugmyndin er einföld. Þú kemur og dvelur í Stykkishólmi í fimm daga. Á þeim tíma færðu að kynnast þeirri einstöku upplifun sem á sér stað þegar eingöngu er borðaður hollur matur og hreyfing er hæfileg. Þú kynnist nýjum mat á hverjum degi og færð góða hreyfingu bæði innan dyra sem utan."

„Um er að ræða fræðslu, einstaklingsráðgjöf og kynningu á þeim mat sem borinn er fram. Jóga á morgnana og góðar gönguferðir seinni partinn," segir Þórdís.

„Aðstaðan er eins og best verður á kosið á gistiheimili, falleg herbergi, þykk og góð handklæði, góð rúm og sængurföt og andrúmsloftið er íslensk sveitarómantík. Þú munt geta haldið áfram í þessum nýju lífsvenjum þegar heim er komið þar sem þú kemur til baka „vopnum" búin," segir Þórdís.

Sjá nánar hérna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×