Innlent

Ögmundur vill ekki gera mál flugumannsins að utanríkismáli

Ögmundur Jónasson er ekki þeirrar skoðunnar að taka þurfi mál flugumannsins Mark Kennedys upp gagnvart breskum yfirvöldum. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir að ekkert bendi til þess að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af því að Mark Kennedy hefði á sínum tíma verið flugumaður á vegum bresku lögreglunnar en hann tók þátt í mótmælaaðgerðum Saving Iceland við Kárahnjúka á sínum tíma.

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar sagði á þingi í dag að í skýrslunni hafi ekkert svar fengist við spurningunni, heldur beiti lögregluyfirvöld því fyrir sig að þeim sé óheimilt að gefa upp slíkar trúnaðarupplýsingar.

Birgitta spurði því hvort ráðherra teldi koma til greina að kalla breska sendiherrann hér á landi á teppið til þess að skera úr um hvort íslenska lögreglan hafi vitað af flugumanninum.

Ögmundur taldi slíkt ekki koma til greina. Hann benti ennfremur á að evrópsk lögregluyfirvöld hafi flugumenn iðullega á sínum snærum, til dæmis í rannsóknum á fíkniefnabrotum. Ráðherrann vill hins vegar beita sér fyrir því skorður verði reistar við því að flugumenn geti starfað innan pólitískra hópa, eins og var í þessu tilviki.


Tengdar fréttir

Ekkert bendir til að lögreglan hafi vitað af flugumanninum

Engar upplýsingar hafa komið fram sem benda til þess að ríkislögreglustjóri hafi vitað af Mark Kennedy, flugumanni á vegum bresku lögreglunnar, sem tók þátt í mótmælum við Kárahnjúka. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra óskaði eftir upplýsingum frá embættinu um hvort vitneskja um málið hefði verið fyrir hendi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×