Lögregla sökuð um að skilja mann tvívegis eftir í óbyggðum 21. júní 2011 09:45 Lögreglumenn á Selfossi. Myndin er úr safni. Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn lögregluvarðstjóra á Selfossi sem hefur verið ákærður fyrir að fara offari í framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar. Réttað er í Héraðsdómi Suðurlands. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað lögreglumönnum að aka með handtekinn pilt fæddan 1991, sem þá var undir áhrifum áfengis, frá mótssvæði í Galtalæk síðasta sumar, að Landsveit í Rangárþingi ytra, sem er í rúmlega fjögurra kílómetra fjarlægð, og skilja hann eftir í námunda við sumarbústað. Pilturinn knúði dyra í sumarbústaðnum í leit eftir aðstoð sem varð til þess að þeir sem þar dvöldust kölluðu eftir aðstoð lögreglunnar, sem var nýbúin að skilja hann eftir í óbyggðum samkvæmt ákæruskjali. Í öðrum tölulið ákærunnar kemur fram að lögreglan hefði þá mætt á vettvang og handtekið piltinn á ný. Þá var honum ekið frá fyrrnefndum sumarbústað áleiðis að Galtalæk. Nú var hann hinsvegar skilinn eftir á Landvegi, sem er um miðja vegu milli bústaðarins og Galtalækjar, samkvæmt ákæruskjali. Í nóvember á síðasta ári var lögreglumaður í Reykjavík dæmdur í Hæstarétti fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa í janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Hann var hinsvegar sýknaður nokkrum mánuðum fyrr í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sá lögreglumaður var þá stjórnandi lögregluaðgerðar og skipaði öðrum lögreglumanni að fara með pilt, sem hafði verið handtekinn vegna ölvunarláta í miðbæ Reykjavíkur, út á Granda þar sem hann var skilinn eftir. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að það sé mælt fyrir um að handtekinn maður sé færður á lögreglustöð eða annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu. Eigi þetta við ef honum sé ekki þegar sleppt. Þeim lögreglumanni, sem heitir Garðar Helgi Magnússon, var aldrei vikið úr starfi á meðan málið fór sína leið í dómskerfinu. Þá er óvíst hvort honum verði vikið úr starfi úr þessu en hann starfar enn sem lögreglumaður. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár skal refsing falla niður frá uppkvaðningu dómsins. Tengdar fréttir Varðstjóri ákærður fyrir að fara offari í starfi Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur verið ákærður fyrir brot í starfi þegar hann lét handtaka ungan ölvaðan pilt og skilja hann eftir á víðavangi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er umræddur varðstjóri enn við störf. Pressan greinir frá því að varðstjórinn er ákærður fyrir að hafa farið offari í starfi sínu í júní á síðasta ári þegar hann fyrirskipaði öðrum lögreglumönnum að aka með ölvaðan pilt af mótssvæði í Galtalæk. Drengurinn hafði þá veriðhandtekinn. Lögreglumenn óku með drenginn um fjóra kílómetra í burtu frá Galtalæk og hann þar skilinn eftir. 31. maí 2011 13:06 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Aðalmeðferð fer fram í dag í máli ríkissaksóknara gegn lögregluvarðstjóra á Selfossi sem hefur verið ákærður fyrir að fara offari í framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða sem stjórnandi lögregluaðgerðar. Réttað er í Héraðsdómi Suðurlands. Lögreglumaðurinn er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað lögreglumönnum að aka með handtekinn pilt fæddan 1991, sem þá var undir áhrifum áfengis, frá mótssvæði í Galtalæk síðasta sumar, að Landsveit í Rangárþingi ytra, sem er í rúmlega fjögurra kílómetra fjarlægð, og skilja hann eftir í námunda við sumarbústað. Pilturinn knúði dyra í sumarbústaðnum í leit eftir aðstoð sem varð til þess að þeir sem þar dvöldust kölluðu eftir aðstoð lögreglunnar, sem var nýbúin að skilja hann eftir í óbyggðum samkvæmt ákæruskjali. Í öðrum tölulið ákærunnar kemur fram að lögreglan hefði þá mætt á vettvang og handtekið piltinn á ný. Þá var honum ekið frá fyrrnefndum sumarbústað áleiðis að Galtalæk. Nú var hann hinsvegar skilinn eftir á Landvegi, sem er um miðja vegu milli bústaðarins og Galtalækjar, samkvæmt ákæruskjali. Í nóvember á síðasta ári var lögreglumaður í Reykjavík dæmdur í Hæstarétti fyrir brot í opinberu starfi með því að hafa í janúar 2009 farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða. Hann var hinsvegar sýknaður nokkrum mánuðum fyrr í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sá lögreglumaður var þá stjórnandi lögregluaðgerðar og skipaði öðrum lögreglumanni að fara með pilt, sem hafði verið handtekinn vegna ölvunarláta í miðbæ Reykjavíkur, út á Granda þar sem hann var skilinn eftir. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að það sé mælt fyrir um að handtekinn maður sé færður á lögreglustöð eða annan stað þar sem lögregla hefur aðstöðu. Eigi þetta við ef honum sé ekki þegar sleppt. Þeim lögreglumanni, sem heitir Garðar Helgi Magnússon, var aldrei vikið úr starfi á meðan málið fór sína leið í dómskerfinu. Þá er óvíst hvort honum verði vikið úr starfi úr þessu en hann starfar enn sem lögreglumaður. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að haldi Garðar skilorð í tvö ár skal refsing falla niður frá uppkvaðningu dómsins.
Tengdar fréttir Varðstjóri ákærður fyrir að fara offari í starfi Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur verið ákærður fyrir brot í starfi þegar hann lét handtaka ungan ölvaðan pilt og skilja hann eftir á víðavangi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er umræddur varðstjóri enn við störf. Pressan greinir frá því að varðstjórinn er ákærður fyrir að hafa farið offari í starfi sínu í júní á síðasta ári þegar hann fyrirskipaði öðrum lögreglumönnum að aka með ölvaðan pilt af mótssvæði í Galtalæk. Drengurinn hafði þá veriðhandtekinn. Lögreglumenn óku með drenginn um fjóra kílómetra í burtu frá Galtalæk og hann þar skilinn eftir. 31. maí 2011 13:06 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Varðstjóri ákærður fyrir að fara offari í starfi Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur verið ákærður fyrir brot í starfi þegar hann lét handtaka ungan ölvaðan pilt og skilja hann eftir á víðavangi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er umræddur varðstjóri enn við störf. Pressan greinir frá því að varðstjórinn er ákærður fyrir að hafa farið offari í starfi sínu í júní á síðasta ári þegar hann fyrirskipaði öðrum lögreglumönnum að aka með ölvaðan pilt af mótssvæði í Galtalæk. Drengurinn hafði þá veriðhandtekinn. Lögreglumenn óku með drenginn um fjóra kílómetra í burtu frá Galtalæk og hann þar skilinn eftir. 31. maí 2011 13:06