Innlent

Oddný verður nýr fjármálaráðherra

Oddný G. Harðardóttir verður nýr fjármálaráðherra.
Oddný G. Harðardóttir verður nýr fjármálaráðherra. mynd úr safni
Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, verður fjármálaráðherra. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum af þingflokksfundi Samfylkingarinnar.

Miklar hrókeringar eiga sér nú stað í ríkisstjórninni og stendur til að fækka ráðherrum um tvo. Nú standa yfir þingflokksfundir hjá stjórnarflokkunum, VG og Samfylkingarinnar.

Þingmenn flokkanna vildu ekkert tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 þegar þeir gengu á fundinn síðdegis í dag. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði þó að breytingarnar væru ekki pólitískar hreinsanir.

Jón Bjarnason er að hætta sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Árni Páll Árnason hættir sem efnahags- og viðskiptaráðherra.

Stærstu tíðindi dagsins eru hins vegar þau að Steingrímur J. Sigfússon mun í fyllingu tímans taka við verkefnum frá báðum ráðuneytum í nýju atvinnuvegaráðuneyti og Samfylkingin fær fjármálaráðuneytið, eins og áður segir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×