Innlent

Bergljót hryggbrotnaði við myndatökur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bergljót Arnalds er um þessar mundir að kynna bók sína.
Bergljót Arnalds er um þessar mundir að kynna bók sína. mynd/ GVA.
Bergljót Arnalds datt illa af hestbaki síðustu helgi þar sem hún sat fyrir á myndatöku við að kynna nýja bók sína Íslensku húsdýrin og Trölli. Tveir hryggjaliðir féllu saman og samkvæmt læknum Bergljótar er mikið mildi að ekki fór verr. Samkvæmt frásögn útgefenda Bergljótar lá hún á hestinum og þegar hann jós kastaðist hún af baki, flaug heilan hring og lenti mjög illa á bakinu. Bergljót var að sögn heppin og verður útskrifuð af spítalanum í dag. Bergljót mun þurfa að ganga með hryggspelku næstu þrjá mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×