Innlent

Ísinn traustur á Tjörninni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ísinn er orðinn býsna traustur á Reykjavíkurtjörn.
Ísinn er orðinn býsna traustur á Reykjavíkurtjörn.
Nokkrir duglegir starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu í dag að því að útbúa rúmgott skautasvell á Tjörninni. Ísinn á Tjörninni er orðinn vel traustur til skautaiðkunar. Það hefur þó hamlað aðdáendum skautaíþróttarinnar að snjóað hafði yfir svellið.

Starfsmennirnir sem unnu að verkinu eru frá Hverfastöðinni við Njarðargötu og var notast við léttan snjóblásara og snjósköfur við verkið. Snjórinn var orðinn nokkuð fastur á ísnum og því þurfti að skafa svellið almennilega með snjósköfum eftir að snjóblásarinn hafði tekið það mesta af snjónum, eftir því sem fram kemur á vef Reykjavikurborgar.

Nokkuð er um að borgarbúar stytti sér leið yfir Tjörnina þegar vatnið er frosið. Fólk er hvatt til að fara varlega á ísnum og leggja ekki út í óvissuna ef það er í einhverjum vafa um að ísinn sé traustur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×