Innlent

Fjórir menn handteknir fyrir meinta handrukkun

Akureyri.
Akureyri.
Fjórir meintir handrukkarar voru handteknir á Akureyri seint í gærkvöldi. Mennirnir ruddust inn á heimili fimmta mannsins og var lögreglan kölluð til. Mennirnir beittu húsráðanda engu ofbeldi.

Hinir handteknu eru allir góðkunningjar lögreglunnar á Akureyri. Þeir eru á þrítugs og fertugsaldrinum. Lögreglan telur ástæðuna fyrir innrás mannanna fíkniefnatengda.

Líklega verður ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sem eru enn í haldi lögreglunnar á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×