Innlent

19 stiga frost í Svartárkoti

Sautján stiga frost var á Þingvöllum í morgun.
Sautján stiga frost var á Þingvöllum í morgun. mynd/Vilhelm
Eftir milda vetrarbyrjun upplifa landsmenn nú köldustu daga vetrarins til þessa. Sautján stiga frost mælist nú á Þingvöllum og í Mývatnssveit er kuldinn litlu minni eða fimmtán stiga frost. Allra kaldast mælist frostið þó í Svartárkoti, eða -18,9 gráður, en á þessum stöðum hefur verið kaldast í byggð í morgun.

Út við ströndina er frostið talsvert minna. Í Reykjavík mældist sjö stiga frost klukkan sjö í morgun, á Akureyri mældist átta stiga frost klukkan níu, í Stykkishólmi var fimm stiga frost, á Ísafirði fjögurra stiga frost sem og Neskaupstað og í Vestmannaeyjum var þriggja stiga frost.

Mildast á landinu er annars allra syðst, þannig hefur hitinn verið í kringum frostmark undir Eyjafjöllum og í Mýrdal.

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í bloggi sínu um um spákort dagsins að það sé sennilega það kuldalegasta sem við höfum séð í haust.

,,Hálfleiðinlegt er að sjá einn hlýjasta nóvember allra tíma lenda í þessu. En hann verður samt ofarlega á hitalistanum," segir Trausti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×