Innlent

Þrír teknir við kannabisrækt í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Mosfellsbæ í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á rúmlega 150 kannabisplöntur að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

„Þrír karlar, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru handteknir og yfirheyrðir í þágu rannsóknarinnar. Þeir játuðu allir aðild sína að málinu,“ segir ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×