Innlent

Rafmagnsvespur valda íbúum áhyggjum - engin aldurstakmörk

Mynd/HAG
Rafmagnsvespur voru talsvert til umræðu þegar Garðbæingar hittu fulltrúa lögreglunnar að máli í fyrradag. Að sögn lögreglu eru vespurnar algengar í bænum og hafa bæjarbúar verulegar áhyggjur af tækjunum að sögn lögreglu. Þeim áhyggjum deila Garðbæingar með öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins en viðlíka kvartanir hafa komið fram á öðrum hverfafundum lögreglunnar.

„Þessum tækjum er ekið á göngustígum og gangstéttum í bænum og ökumenn þeirra eru iðulega ungir að árum,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni sem segist taka undir sjónarmiðin „getur lítið aðhafst því yfirvöld hafa bæði heimilað aksturinn og eins látið vera að setja lög eða reglur um aldur ökumanna á þessum rafmagnsvespum.“

„Á fundinum var einnig rætt um innbrot og fíkniefnamál en megintilgangurinn var að fara yfir þróun brota í Garðabæ árin 2008-2011. Sveitarfélagið kemur vel út í þeim efnum og er það svosem engin nýlunda. Það er gott að búa í Garðabæ og hefur ávallt verið. Á fundinum voru einnig birtar niðurstöður úr könnum um viðhorf íbúa til lögreglu. Samkvæmt henni eru Garðbæingar bara nokkuð ánægðir með lögregluna,“ segir ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×