Innlent

VG í Reykjavík: Vilja afnema eignarhald á jarðnæði almennt

Líf Magneudóttir, formaður VG í Reykjavík.
Líf Magneudóttir, formaður VG í Reykjavík.
Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík lýsir yfir „létti og ánægju með þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar, að synja Huang Nubo leyfis til uppkaupa á íslensku landi." Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni sem birt er á heimasíðu Vinstri grænna. Stjórnin segist vona að ákvörðunin megi verða „vísir þess sem koma skal, að eignarhald á jarðnæði verði úr höndum auðmanna, hverrar þjóðar sem þeir eru."

Ályktunin gengur raunar skrefi lengra því að lokum er lagt til að „einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til."

Líf Magneudóttir varaborgarfulltrúi VG er formaður stjórnar en með henni sitja í stjórn þau: Birna Magnúsdóttir, Claudia Overesch, Friðrik Atlason, Kolbeinn Stefánsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vésteinn Valgarðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×