Vinstri grænir segjast ekki mæla með eignaupptöku 30. nóvember 2011 16:25 Líf Magneudóttir formaður VG í Reykjavík. Líf Magneudóttir formaður Vinstri grænna í Reykjavík segir að tilgangur ályktunarinnar um eignarhald á jarðnæði sem samþykkt var í gær hafi ekki verið sá að mæla með eignaupptöku eða blanda sér í þjóðlendumál. Henni sé einfaldlega ætlað að skapa umræðu. „Misjafnar skoðanir eru innan VG - sumar róttækar og aðrar íhaldssamar - og á það einnig við um stjórn VGR," segir Líf í samtali við fréttastofu. Hún segir að allar raddir eigi að fá að heyrast en vitaskuld mæli stjórnin ekki með því að eignarréttur bænda sé virtur að vettugi. „Og að sjálfsögðu er gerður greinarmunur á bújörðum og hefðbundnu nytjalandi annars vegar og víðernum hins vegar," segir Líf. Að hennar mati ætti meginreglan að vera sú að menn eigi aðeins heimili sín eða bújarðir en kaupi ekki stórar landspildur í óljósum tilgangi. „Hins vegar er löngu orði tímabært að taka samfélagsgerðina til gagngerrar endurskoðunar og þar er eignarétturinn ekki undanskilinn. Mér finnst mikilvægt að auðkýfingar geti ekki í krafti fjármagns útilokað almenning frá því að njóta náttúru landsins og gæða þess. Ég tel að almennt beri að úthluta náttúruauðlindum til skamms tíma í senn og að ferlið í kringum það sé gagnsætt og verð uppi á borðum." Að lokum segir Líf að allar túlkanir í þá veru að VGR vilji að almennt einkaeignarhald á öllu jarðnæði heyri sögunni til verði að „skoðast í ljósi nýrrar samfélagsgerðar en ekki þannig að þjóðnýting allra jarða sé á dagskrá. Það er fráleit túlkun." Tengdar fréttir VG í Reykjavík: Vilja afnema eignarhald á jarðnæði almennt Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík lýsir yfir "létti og ánægju með þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar, að synja Huang Nubo leyfis til uppkaupa á íslensku landi.“ Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni sem birt er á heimasíðu Vinstri grænna. Stjórnin segist vona að ákvörðunin megi verða "vísir þess sem koma skal, að eignarhald á jarðnæði verði úr höndum auðmanna, hverrar þjóðar sem þeir eru.“ 30. nóvember 2011 14:23 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Líf Magneudóttir formaður Vinstri grænna í Reykjavík segir að tilgangur ályktunarinnar um eignarhald á jarðnæði sem samþykkt var í gær hafi ekki verið sá að mæla með eignaupptöku eða blanda sér í þjóðlendumál. Henni sé einfaldlega ætlað að skapa umræðu. „Misjafnar skoðanir eru innan VG - sumar róttækar og aðrar íhaldssamar - og á það einnig við um stjórn VGR," segir Líf í samtali við fréttastofu. Hún segir að allar raddir eigi að fá að heyrast en vitaskuld mæli stjórnin ekki með því að eignarréttur bænda sé virtur að vettugi. „Og að sjálfsögðu er gerður greinarmunur á bújörðum og hefðbundnu nytjalandi annars vegar og víðernum hins vegar," segir Líf. Að hennar mati ætti meginreglan að vera sú að menn eigi aðeins heimili sín eða bújarðir en kaupi ekki stórar landspildur í óljósum tilgangi. „Hins vegar er löngu orði tímabært að taka samfélagsgerðina til gagngerrar endurskoðunar og þar er eignarétturinn ekki undanskilinn. Mér finnst mikilvægt að auðkýfingar geti ekki í krafti fjármagns útilokað almenning frá því að njóta náttúru landsins og gæða þess. Ég tel að almennt beri að úthluta náttúruauðlindum til skamms tíma í senn og að ferlið í kringum það sé gagnsætt og verð uppi á borðum." Að lokum segir Líf að allar túlkanir í þá veru að VGR vilji að almennt einkaeignarhald á öllu jarðnæði heyri sögunni til verði að „skoðast í ljósi nýrrar samfélagsgerðar en ekki þannig að þjóðnýting allra jarða sé á dagskrá. Það er fráleit túlkun."
Tengdar fréttir VG í Reykjavík: Vilja afnema eignarhald á jarðnæði almennt Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík lýsir yfir "létti og ánægju með þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar, að synja Huang Nubo leyfis til uppkaupa á íslensku landi.“ Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni sem birt er á heimasíðu Vinstri grænna. Stjórnin segist vona að ákvörðunin megi verða "vísir þess sem koma skal, að eignarhald á jarðnæði verði úr höndum auðmanna, hverrar þjóðar sem þeir eru.“ 30. nóvember 2011 14:23 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
VG í Reykjavík: Vilja afnema eignarhald á jarðnæði almennt Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík lýsir yfir "létti og ánægju með þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar, að synja Huang Nubo leyfis til uppkaupa á íslensku landi.“ Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni sem birt er á heimasíðu Vinstri grænna. Stjórnin segist vona að ákvörðunin megi verða "vísir þess sem koma skal, að eignarhald á jarðnæði verði úr höndum auðmanna, hverrar þjóðar sem þeir eru.“ 30. nóvember 2011 14:23