300 á bráðamóttöku vegna parasetamóleitrunar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. nóvember 2011 18:19 Þrjú hundruð manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans á sex ára tímabili vegna parasetamóleitrunar. Einn þeirra lést úr lifrarbilun. Parasetamól eitrun er ein algengasta orsökin fyrir bráðri lifrarbilun í vestrænum löndum. Parasetamól má til að mynda finna í lyfjunum Panodil og Paratabs. Í vikunni var birt birt rannsókn þar sem kannað var hversu algeng parasetamól eitrun er hér á landi. Ingibjörg Kjartansdóttir lífeindafræðingur vann rannsóknina undir leiðsögn Einars Björnssonar yfirlæknis í meltingarsjúkdómum. Rannsakað var hversu margir leituð á Landspítalann á árunum 2004 til 2009 eða á sex ára tímabili vegna parasetamól eitrunar. „Það kom í ljós að þetta er þónokkuð algeng koma á bráðamóttöku og líka það leiðir til innlagnar. Sem betur fer er það ekki mjög algengt að það verði lifrarbilun. Á þessu tímabili þá voru tæplega 300 sjúklingar sem að uppfylltu þessi skilyrði fyrir að hafa þessa eitrun og af þeim voru sirka níu sem höfðu lifrarbilun, eða sirka þrjú prósent og einn sjúklingur dó úr lifrarbilun af völdum parasetamólnotkunar," segir Einar Björnsson. Einar segir það geta verið hættulegt að nota meira af lyfinu en ráðlagt er. Aðeins má taka átta tölfur á dag af lyfinu en dæmi hafi verið um að fólk hafi verið að taka tíu til fimmtán tölfur á dag, vikum og jafnvel mánuðum sama. „Af þeim sem tóku þetta sem sagt langvarandi, aðeins of háa ráðlagða dagskammta, undir lengri tíma t.d voru með paratabs og parakódein saman vegna verkja. Töluverður fjöldi af þeim fékk alvarlegan lifrarskaða án þess að ætla sér það," segir Einar. Einar segir parasetamól öruggt lyf ef það er notað rétt og ekki farið yfir ráðlagðann dagskammt. „Ég held að parasetamól sé gott lyf og eigi að nota í réttum skömmtum og ég held að menn verði að bera virðingu fyrir lyfjum," segir Einar að lokum. Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Þrjú hundruð manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans á sex ára tímabili vegna parasetamóleitrunar. Einn þeirra lést úr lifrarbilun. Parasetamól eitrun er ein algengasta orsökin fyrir bráðri lifrarbilun í vestrænum löndum. Parasetamól má til að mynda finna í lyfjunum Panodil og Paratabs. Í vikunni var birt birt rannsókn þar sem kannað var hversu algeng parasetamól eitrun er hér á landi. Ingibjörg Kjartansdóttir lífeindafræðingur vann rannsóknina undir leiðsögn Einars Björnssonar yfirlæknis í meltingarsjúkdómum. Rannsakað var hversu margir leituð á Landspítalann á árunum 2004 til 2009 eða á sex ára tímabili vegna parasetamól eitrunar. „Það kom í ljós að þetta er þónokkuð algeng koma á bráðamóttöku og líka það leiðir til innlagnar. Sem betur fer er það ekki mjög algengt að það verði lifrarbilun. Á þessu tímabili þá voru tæplega 300 sjúklingar sem að uppfylltu þessi skilyrði fyrir að hafa þessa eitrun og af þeim voru sirka níu sem höfðu lifrarbilun, eða sirka þrjú prósent og einn sjúklingur dó úr lifrarbilun af völdum parasetamólnotkunar," segir Einar Björnsson. Einar segir það geta verið hættulegt að nota meira af lyfinu en ráðlagt er. Aðeins má taka átta tölfur á dag af lyfinu en dæmi hafi verið um að fólk hafi verið að taka tíu til fimmtán tölfur á dag, vikum og jafnvel mánuðum sama. „Af þeim sem tóku þetta sem sagt langvarandi, aðeins of háa ráðlagða dagskammta, undir lengri tíma t.d voru með paratabs og parakódein saman vegna verkja. Töluverður fjöldi af þeim fékk alvarlegan lifrarskaða án þess að ætla sér það," segir Einar. Einar segir parasetamól öruggt lyf ef það er notað rétt og ekki farið yfir ráðlagðann dagskammt. „Ég held að parasetamól sé gott lyf og eigi að nota í réttum skömmtum og ég held að menn verði að bera virðingu fyrir lyfjum," segir Einar að lokum.
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira