Mikil hætta á að ungt fólk með ADHD noti vímugjafa Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. nóvember 2011 13:00 Gísli Guðjónsson er fyrsti höfundur rannsóknarinnar. mynd/ stefán. Meiri líkur eru á að ungt fólk með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) reyki, noti áfengi og ólögleg fíkniefni en fólk sem ekki hefur ADHD. Þetta sýna niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar sem unnin var af rannsóknarteymi undir stjórn Gisla Guðjónssonar prófessors í sálfræði við Kings College í Lundúnum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fólk með ADHD sé með slíkri vímugjafanotkun að reyna að meðhöndla eigið ástand upp á eigin spýtur (e. self medication). Rannsóknin var birt á vef The Journal of Child Psychology and Psychiatry fyrr í þessum mánuði. Rannsakendur könnuðu tengslin milli sígarettureykinga, áfengisneyslu og ólöglegrar lyfjanotkunar tæplega 11 þúsund unglinga á aldrinum 14-16 ára á Íslandi í fyrra. Í þessum hópi voru 5,4% greindir með einkenni ADHD. Þegar tekið hafði verið til þátta á borð við kvíða, þunglyndi og andfélagsleg viðhorf, voru tengsl sígarettureykinga, áfengisneyslu og neyslu ólöglegra vímuefna við ADHD mjög sterk. Þetta bendir til þess að ADHD hafi eitt og sér mikil áhrif á neyslu vímuefna. Að auki sýndu niðurstöður að 25% þeirra sem voru með ADHD notuðu róandi lyf en einungis 7% þeirra sem ekki höfðu einkenni ADHD. „Notkun róandi lyfja var mjög sláandi. Við komumst einnig að því að efnunum sem fólk notar fjölgar eftir því sem ADHD einkennin verða alvarlegri. Það bendir til þess að fólk sé að reyna að hafa áhrif á ADHD einkennin með vímuefnaneyslunni," segir Gísli Guðjónsson á vef Kings College. Á vef Kings College segir Gísli Guðjónsson að ungt fólk með ADHD sé líklegra til þess að prófa fleiri tegundir af vímugjöfum en aðrir. Það auki líkurnar á því að notkunin þróist út í ofnotkun. Fólk þrói þannig með sér áfengis- og fíkniefnasjúkdóma. Því sé afar mikilvægt að veita þessum hópi ungs fólks hjálp strax. Auk Gísla Guðjónssonar unnu þau Jón Friðrik Sigurðsson, yfirsálfræðingur á Landspítala, Inga Dóra Sigfúsdóttir, professor við HR, og Susan Young, við Kings College, að rannsókninni. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Meiri líkur eru á að ungt fólk með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) reyki, noti áfengi og ólögleg fíkniefni en fólk sem ekki hefur ADHD. Þetta sýna niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar sem unnin var af rannsóknarteymi undir stjórn Gisla Guðjónssonar prófessors í sálfræði við Kings College í Lundúnum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fólk með ADHD sé með slíkri vímugjafanotkun að reyna að meðhöndla eigið ástand upp á eigin spýtur (e. self medication). Rannsóknin var birt á vef The Journal of Child Psychology and Psychiatry fyrr í þessum mánuði. Rannsakendur könnuðu tengslin milli sígarettureykinga, áfengisneyslu og ólöglegrar lyfjanotkunar tæplega 11 þúsund unglinga á aldrinum 14-16 ára á Íslandi í fyrra. Í þessum hópi voru 5,4% greindir með einkenni ADHD. Þegar tekið hafði verið til þátta á borð við kvíða, þunglyndi og andfélagsleg viðhorf, voru tengsl sígarettureykinga, áfengisneyslu og neyslu ólöglegra vímuefna við ADHD mjög sterk. Þetta bendir til þess að ADHD hafi eitt og sér mikil áhrif á neyslu vímuefna. Að auki sýndu niðurstöður að 25% þeirra sem voru með ADHD notuðu róandi lyf en einungis 7% þeirra sem ekki höfðu einkenni ADHD. „Notkun róandi lyfja var mjög sláandi. Við komumst einnig að því að efnunum sem fólk notar fjölgar eftir því sem ADHD einkennin verða alvarlegri. Það bendir til þess að fólk sé að reyna að hafa áhrif á ADHD einkennin með vímuefnaneyslunni," segir Gísli Guðjónsson á vef Kings College. Á vef Kings College segir Gísli Guðjónsson að ungt fólk með ADHD sé líklegra til þess að prófa fleiri tegundir af vímugjöfum en aðrir. Það auki líkurnar á því að notkunin þróist út í ofnotkun. Fólk þrói þannig með sér áfengis- og fíkniefnasjúkdóma. Því sé afar mikilvægt að veita þessum hópi ungs fólks hjálp strax. Auk Gísla Guðjónssonar unnu þau Jón Friðrik Sigurðsson, yfirsálfræðingur á Landspítala, Inga Dóra Sigfúsdóttir, professor við HR, og Susan Young, við Kings College, að rannsókninni.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira