Lífið

Danir hrifnir af Gnarr

Blaðamaður danska blaðsins Politiken fer fögrum orðum um heimildarmyndina Gnarr, sem fjallar um kosningabaráttu Besta flokksins og verður sýnd á kvikmyndahátíð í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Talar hann mikið um hreinskilni Jóns Gnarr og segir ótrúlegt að fylgjast með stjórnmálamanni fara á fund og nota múmínálfanna í röksemdafærslu um innflytjendamál.

Gaukur Úlfarsson verður viðstaddur sýninguna í Köben, en hann hefur flakkað víða um heim með myndina sem vekur hvarvetna mikla athygli. Enda pólitísk saga Jóns Gnarr einstök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.