Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2011 20:34 Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. Sandnessjøen og Brønnøysund eru bæir sem nú þjónusta ný vinnslusvæði í Noregshafi eins og Luva, Skarv og Norne. Þarna eru aðstæður einna líkastar því sem ætla má að verði hér á landi, ef vinnsla hefst á Drekasvæðinu. Þetta eru fimm til sex þúsund manna bæir, álíka norðarlega og Vopnafjörður, og vinnslusvæðin álíka langt útí hafi. Sandnessjøen byrjaði sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit, þar sem gamla höfnin var nýtt, og hafa fylgt því um 50 ársverk síðustu tíu ár. Nú í haust er vinnsla að hefjast, eitt gasvinnsluskip á Skarven-svæðinu kallar eitt og sér á tvöhundruð ný störf í landi, og í Sandnessjøen byggist nú upp nýtt iðnaðar- og hafnarsvæði. Petro Arctic eru samtök fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna að því að tryggja að uppbygging verði í Norður-Noregi vegna olíuiðnaðarins. Talsmaður þeirra á Hálogalandi, Eirik Hansen, segir að nú sé mikið fjárfest og uppbygging á nýjum vinnslusvæðum, og nú fari þetta að skila árangri. Rétt eins og á Íslandi eru þetta samfélög sem lengi hafa búið við fólksflótta til þéttbýlisisins fyrir sunnan, til borga eins og Óslóar, Stafangurs og Þrándheims, en oddviti sveitarfélagsins Alstahaug, Bård Anders Langø, segir að nú hafi það snúist við. ,,Hjá okkur eru jákvæðir búferlaflutningar. Unga fólkið kemur til baka, það bjóðast störf fyrir hæft fólk. Fólk á mínum aldri flytur hingað aftur og tekur fjölskylduna með. Það kaupir hús og fær sér vinnu sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér;" segir oddvitinn. Fasteignaverð hefur rokið upp og tvöfaldast á fimm árum. ,,Það ríkir bjartsýni og eftirvænting um framtíðina," segir Eirik Hansen hjá Petro Arctic. Það eru sennilega einhver ár í það að við fáum því svarað hvort olíupeningar eigi eftir að flæða inn í íslenskar byggðir. Fyrstu vísbendingar gætum við þó fengið strax í apríl í vor þegar við sjáum hvort einhver olíufélög bjóði í Drekasvæðið. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. Sandnessjøen og Brønnøysund eru bæir sem nú þjónusta ný vinnslusvæði í Noregshafi eins og Luva, Skarv og Norne. Þarna eru aðstæður einna líkastar því sem ætla má að verði hér á landi, ef vinnsla hefst á Drekasvæðinu. Þetta eru fimm til sex þúsund manna bæir, álíka norðarlega og Vopnafjörður, og vinnslusvæðin álíka langt útí hafi. Sandnessjøen byrjaði sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit, þar sem gamla höfnin var nýtt, og hafa fylgt því um 50 ársverk síðustu tíu ár. Nú í haust er vinnsla að hefjast, eitt gasvinnsluskip á Skarven-svæðinu kallar eitt og sér á tvöhundruð ný störf í landi, og í Sandnessjøen byggist nú upp nýtt iðnaðar- og hafnarsvæði. Petro Arctic eru samtök fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna að því að tryggja að uppbygging verði í Norður-Noregi vegna olíuiðnaðarins. Talsmaður þeirra á Hálogalandi, Eirik Hansen, segir að nú sé mikið fjárfest og uppbygging á nýjum vinnslusvæðum, og nú fari þetta að skila árangri. Rétt eins og á Íslandi eru þetta samfélög sem lengi hafa búið við fólksflótta til þéttbýlisisins fyrir sunnan, til borga eins og Óslóar, Stafangurs og Þrándheims, en oddviti sveitarfélagsins Alstahaug, Bård Anders Langø, segir að nú hafi það snúist við. ,,Hjá okkur eru jákvæðir búferlaflutningar. Unga fólkið kemur til baka, það bjóðast störf fyrir hæft fólk. Fólk á mínum aldri flytur hingað aftur og tekur fjölskylduna með. Það kaupir hús og fær sér vinnu sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér;" segir oddvitinn. Fasteignaverð hefur rokið upp og tvöfaldast á fimm árum. ,,Það ríkir bjartsýni og eftirvænting um framtíðina," segir Eirik Hansen hjá Petro Arctic. Það eru sennilega einhver ár í það að við fáum því svarað hvort olíupeningar eigi eftir að flæða inn í íslenskar byggðir. Fyrstu vísbendingar gætum við þó fengið strax í apríl í vor þegar við sjáum hvort einhver olíufélög bjóði í Drekasvæðið.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira