Svona gætu íslenskir olíubæir litið út Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2011 20:34 Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. Sandnessjøen og Brønnøysund eru bæir sem nú þjónusta ný vinnslusvæði í Noregshafi eins og Luva, Skarv og Norne. Þarna eru aðstæður einna líkastar því sem ætla má að verði hér á landi, ef vinnsla hefst á Drekasvæðinu. Þetta eru fimm til sex þúsund manna bæir, álíka norðarlega og Vopnafjörður, og vinnslusvæðin álíka langt útí hafi. Sandnessjøen byrjaði sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit, þar sem gamla höfnin var nýtt, og hafa fylgt því um 50 ársverk síðustu tíu ár. Nú í haust er vinnsla að hefjast, eitt gasvinnsluskip á Skarven-svæðinu kallar eitt og sér á tvöhundruð ný störf í landi, og í Sandnessjøen byggist nú upp nýtt iðnaðar- og hafnarsvæði. Petro Arctic eru samtök fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna að því að tryggja að uppbygging verði í Norður-Noregi vegna olíuiðnaðarins. Talsmaður þeirra á Hálogalandi, Eirik Hansen, segir að nú sé mikið fjárfest og uppbygging á nýjum vinnslusvæðum, og nú fari þetta að skila árangri. Rétt eins og á Íslandi eru þetta samfélög sem lengi hafa búið við fólksflótta til þéttbýlisisins fyrir sunnan, til borga eins og Óslóar, Stafangurs og Þrándheims, en oddviti sveitarfélagsins Alstahaug, Bård Anders Langø, segir að nú hafi það snúist við. ,,Hjá okkur eru jákvæðir búferlaflutningar. Unga fólkið kemur til baka, það bjóðast störf fyrir hæft fólk. Fólk á mínum aldri flytur hingað aftur og tekur fjölskylduna með. Það kaupir hús og fær sér vinnu sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér;" segir oddvitinn. Fasteignaverð hefur rokið upp og tvöfaldast á fimm árum. ,,Það ríkir bjartsýni og eftirvænting um framtíðina," segir Eirik Hansen hjá Petro Arctic. Það eru sennilega einhver ár í það að við fáum því svarað hvort olíupeningar eigi eftir að flæða inn í íslenskar byggðir. Fyrstu vísbendingar gætum við þó fengið strax í apríl í vor þegar við sjáum hvort einhver olíufélög bjóði í Drekasvæðið. Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Norska olíuævintýrið dreifist nú út í byggðir Norður-Noregs eftir því sem olíu- og gasvinnslan færist norðar á bóginn. Dæmi eru um að húsnæðisverð tvöfaldist í bæjum þar sem aðstæðum svipar mjög til Íslands. Sandnessjøen og Brønnøysund eru bæir sem nú þjónusta ný vinnslusvæði í Noregshafi eins og Luva, Skarv og Norne. Þarna eru aðstæður einna líkastar því sem ætla má að verði hér á landi, ef vinnsla hefst á Drekasvæðinu. Þetta eru fimm til sex þúsund manna bæir, álíka norðarlega og Vopnafjörður, og vinnslusvæðin álíka langt útí hafi. Sandnessjøen byrjaði sem þjónustuhöfn fyrir olíuleit, þar sem gamla höfnin var nýtt, og hafa fylgt því um 50 ársverk síðustu tíu ár. Nú í haust er vinnsla að hefjast, eitt gasvinnsluskip á Skarven-svæðinu kallar eitt og sér á tvöhundruð ný störf í landi, og í Sandnessjøen byggist nú upp nýtt iðnaðar- og hafnarsvæði. Petro Arctic eru samtök fyrirtækja og sveitarfélaga sem vinna að því að tryggja að uppbygging verði í Norður-Noregi vegna olíuiðnaðarins. Talsmaður þeirra á Hálogalandi, Eirik Hansen, segir að nú sé mikið fjárfest og uppbygging á nýjum vinnslusvæðum, og nú fari þetta að skila árangri. Rétt eins og á Íslandi eru þetta samfélög sem lengi hafa búið við fólksflótta til þéttbýlisisins fyrir sunnan, til borga eins og Óslóar, Stafangurs og Þrándheims, en oddviti sveitarfélagsins Alstahaug, Bård Anders Langø, segir að nú hafi það snúist við. ,,Hjá okkur eru jákvæðir búferlaflutningar. Unga fólkið kemur til baka, það bjóðast störf fyrir hæft fólk. Fólk á mínum aldri flytur hingað aftur og tekur fjölskylduna með. Það kaupir hús og fær sér vinnu sem hæfir þeirri menntun sem það hefur aflað sér;" segir oddvitinn. Fasteignaverð hefur rokið upp og tvöfaldast á fimm árum. ,,Það ríkir bjartsýni og eftirvænting um framtíðina," segir Eirik Hansen hjá Petro Arctic. Það eru sennilega einhver ár í það að við fáum því svarað hvort olíupeningar eigi eftir að flæða inn í íslenskar byggðir. Fyrstu vísbendingar gætum við þó fengið strax í apríl í vor þegar við sjáum hvort einhver olíufélög bjóði í Drekasvæðið.
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira