Innlent

Skorið á tjald aðgerðarsinna

Mótmælendur sem voru á staðnum segja að lögreglumenn hafi beitt miklu harðræði.
Mótmælendur sem voru á staðnum segja að lögreglumenn hafi beitt miklu harðræði. mynd/GAGNAUGA
Lögreglumaður við tjaldbúðirnar á Austurvelli í morgun.mynd/GAGNAUGA
Mótmælendur staðhæfa að lögreglan hafi farið offorsi í aðgerðum gegn mótmælendum á Austurvelli í morgun. Þetta kemur fram á vefsíðunni Gagnauga í dag. Mótmælafundurinn bar heitið Occupy Reykjavík og er í takt við svipaðar hreyfingar sem sprottið hafa upp í Bandaríkjunum og víðar.

Mótmælin hófust í gærkvöldi og voru friðsamleg. Samkvæmt mótmælendum voru inngrip lögreglunnar engin í gær. Mótmælendur höfðu kynnt sér reglur um tjöldun á almenningssvæðum en samkvæmt þeim er leyfilegt að tjalda í sólarhring án afskipta.

Fram kemur á Gagnauga að mótmælendur hafi ætlað að ræða við garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar um að fá leyfi fyrir tjaldbúðunum.

Samkvæmt mótmælendunum réðst lögreglan á tjaldbúðirnar í morgun. Þeir hafi skipað mótmælendunum að yfirgefa tjöldin. Þegar aðgerðarsinnarnir báðu um frest til að taka saman búnað sinn skar lögreglan á tjaldið með hnífi.

Samkvæmt frásögn mótmælenda handtók lögreglan einn mann stuttu eftir að tjaldið var rifið niður. Þeir segja að lögreglumaður hefði otað hnífi að mótmælandanum og aðrir mótmælendur sem voru á staðnum hafi beðið lögreglumanninn um að fjarlægja hnífinn. Fram kemur að lögreglan hafi síðan fleygt því sem eftir var af tjaldinu og öðrum búnaði upp í bíl garðyrkjustjóra.

Frá tjaldbúðunum í morgun.mynd/GAGNAUGA
Mótmælendur sem voru á staðnum segja að lögreglumenn hafi beitt miklu harðræði í aðgerðunum og að enginn af aðgerðarsinnum á Austurvelli hafi streist á móti.

Mótmælendur segja að níu lögreglumenn hafi verið á staðnum ásamt starfsfólki garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.