Segir skatta gott tæki til að vinna gegn offitu Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. október 2011 19:45 Landlæknir telur að skoða þurfi breytingar á skattkerfinu til að hafa áhrif á neyslumynstur þjóðarinnar svo hægt sé að sporna við offituvandanum. Hann segir að líklega geri margir Íslendingar sér enga grein fyrir hvað þeir eru feitir. Íslendingar eru næstfeitasta þjóð á Vesturlöndum, samkvæmt niðurstöðum óbirtrar skýrslu Boston Consulting Group, eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær. Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir að þetta sé mikið áhyggjuefni en það er langt síðan stjórnvöld réðust í átak til að stuðla að bættri lýðheilsu og vekja athygli á offituvandanum. Geir segir að alltaf megi hins vegar gera betur og að með laga- og reglugerðarbreytingum sé hægt að breyta neyslumynstrinu, t.d með því að lækka skatt og gjöld á holl matvæli. „Til að reyna að hjálpa fólki svo hið heilnæma val á matvælum verði hið auðvelda val," segir Geir. Hann segir hugsanlegt að margir Íslendingar séu ef til vill alltof feitir án þess að átta sig á því. „Við höfum séð þróunina síðustu áratugi. Hvernig börn hafa í mjög vaxandi mæli orðið of þung, frá því að vera ósköp eðlileg í kringum árið 1940, yfir í það að 15-20 prósent þeirra voru orðin of feit. Það (holdafar á barnsaldri innsk.blm) leggur grunn að líkamsbyggingu fullorðinsáranna," segir Geir. Getum við nýtt skattkerfið með einhverjum hætti, t.d upptöku skatta á sykruð matvæli og óhollan mat eins og skyndibita? „Það eru margar rannsóknir sem sýna að beiting skattkerfisins á þann hátt, t.d með upptöku sykurskatts, (virki) til að stýra vali neytenda. Það er vissulega aðgerð sem stjórnvöld þurfa að skoða," segir Geir. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Óléttar konur allt að 180 kíló Íslendingar eru orðnir næst feitasta þjóð á Vesturlöndum á eftir Bandaríkjamönnum. Þetta birtist meðal annars í ofþyngd óléttra kvenna en dæmi eru um að konur sem komnar eru á steypirinn vegi allt að 180 kíló. 23. október 2011 18:30 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Landlæknir telur að skoða þurfi breytingar á skattkerfinu til að hafa áhrif á neyslumynstur þjóðarinnar svo hægt sé að sporna við offituvandanum. Hann segir að líklega geri margir Íslendingar sér enga grein fyrir hvað þeir eru feitir. Íslendingar eru næstfeitasta þjóð á Vesturlöndum, samkvæmt niðurstöðum óbirtrar skýrslu Boston Consulting Group, eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær. Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir að þetta sé mikið áhyggjuefni en það er langt síðan stjórnvöld réðust í átak til að stuðla að bættri lýðheilsu og vekja athygli á offituvandanum. Geir segir að alltaf megi hins vegar gera betur og að með laga- og reglugerðarbreytingum sé hægt að breyta neyslumynstrinu, t.d með því að lækka skatt og gjöld á holl matvæli. „Til að reyna að hjálpa fólki svo hið heilnæma val á matvælum verði hið auðvelda val," segir Geir. Hann segir hugsanlegt að margir Íslendingar séu ef til vill alltof feitir án þess að átta sig á því. „Við höfum séð þróunina síðustu áratugi. Hvernig börn hafa í mjög vaxandi mæli orðið of þung, frá því að vera ósköp eðlileg í kringum árið 1940, yfir í það að 15-20 prósent þeirra voru orðin of feit. Það (holdafar á barnsaldri innsk.blm) leggur grunn að líkamsbyggingu fullorðinsáranna," segir Geir. Getum við nýtt skattkerfið með einhverjum hætti, t.d upptöku skatta á sykruð matvæli og óhollan mat eins og skyndibita? „Það eru margar rannsóknir sem sýna að beiting skattkerfisins á þann hátt, t.d með upptöku sykurskatts, (virki) til að stýra vali neytenda. Það er vissulega aðgerð sem stjórnvöld þurfa að skoða," segir Geir. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Óléttar konur allt að 180 kíló Íslendingar eru orðnir næst feitasta þjóð á Vesturlöndum á eftir Bandaríkjamönnum. Þetta birtist meðal annars í ofþyngd óléttra kvenna en dæmi eru um að konur sem komnar eru á steypirinn vegi allt að 180 kíló. 23. október 2011 18:30 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Óléttar konur allt að 180 kíló Íslendingar eru orðnir næst feitasta þjóð á Vesturlöndum á eftir Bandaríkjamönnum. Þetta birtist meðal annars í ofþyngd óléttra kvenna en dæmi eru um að konur sem komnar eru á steypirinn vegi allt að 180 kíló. 23. október 2011 18:30