Innlent

Segir skatta gott tæki til að vinna gegn offitu

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Landlæknir telur að skoða þurfi breytingar á skattkerfinu til að hafa áhrif á neyslumynstur þjóðarinnar svo hægt sé að sporna við offituvandanum. Hann segir að líklega geri margir Íslendingar sér enga grein fyrir hvað þeir eru feitir.

Íslendingar eru næstfeitasta þjóð á Vesturlöndum, samkvæmt niðurstöðum óbirtrar skýrslu Boston Consulting Group, eins og við greindum frá í fréttum okkar í gær.

Geir Gunnlaugsson, landlæknir, segir að þetta sé mikið áhyggjuefni en það er langt síðan stjórnvöld réðust í átak til að stuðla að bættri lýðheilsu og vekja athygli á offituvandanum. Geir segir að alltaf megi hins vegar gera betur og að með laga- og reglugerðarbreytingum sé hægt að breyta neyslumynstrinu, t.d með því að lækka skatt og gjöld á holl matvæli. „Til að reyna að hjálpa fólki svo hið heilnæma val á matvælum verði hið auðvelda val," segir Geir. Hann segir hugsanlegt að margir Íslendingar séu ef til vill alltof feitir án þess að átta sig á því.

„Við höfum séð þróunina síðustu áratugi. Hvernig börn hafa í mjög vaxandi mæli orðið of þung, frá því að vera ósköp eðlileg í kringum árið 1940, yfir í það að 15-20 prósent þeirra voru orðin of feit. Það (holdafar á barnsaldri innsk.blm) leggur grunn að líkamsbyggingu fullorðinsáranna," segir Geir.

Getum við nýtt skattkerfið með einhverjum hætti, t.d upptöku skatta á sykruð matvæli og óhollan mat eins og skyndibita? „Það eru margar rannsóknir sem sýna að beiting skattkerfisins á þann hátt, t.d með upptöku sykurskatts, (virki) til að stýra vali neytenda. Það er vissulega aðgerð sem stjórnvöld þurfa að skoða," segir Geir. thorbjorn@stod2.is


Tengdar fréttir

Óléttar konur allt að 180 kíló

Íslendingar eru orðnir næst feitasta þjóð á Vesturlöndum á eftir Bandaríkjamönnum. Þetta birtist meðal annars í ofþyngd óléttra kvenna en dæmi eru um að konur sem komnar eru á steypirinn vegi allt að 180 kíló.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×