Enski boltinn

Ameobi tryggði Newcastle stig

Tottenham og Newcastle gerðu 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik á St. James´s Park. Heimamenn voru ekki fjarri því að stela sigri undir lokin.

Rafael van der Vaart skoraði eina mark fyrri hálfleiks úr vítaspyrnu. Brotið var á Adebayor. Spyrna Hollendingsins var örugg.

Demba Ba jafnaði fljótlega í síðari hálfleik en Jermain Defoe kom Spurs aftur yfir er rúmar 20 mínútur lifðu leiks. Heimamenn gáfust þó ekki upp og Shola Ameobi jafnaði leikinn fimm mínútum fyrir leikslok.

Newcastle sem fyrr í fjórða sæti og Spurs er í því sjötta.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×