Adebayor ætlar að passa sig ef hann skorar hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2011 23:30 Emmanuel Adebayor fagnar marki sínu fyrir framan stuðningsmenn Arsenal. Mynd/AFP Emmanuel Adebayor verður í sviðsljósinu á White Hart Lane á morgun þegar hann og félagar hans í Tottenham taka á móti Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Emmanuel Adebayor skoraði í fyrsta leiknum sínum með Tottenham alveg eins og hann gerði hjá Arsenal, Manchester City og Real Madrid. Adebayor skoraði líka tvennu í sigrinum á Liverpool og Tottenham hefur unnið alla deildarleikina með hann innanborðs. Það er þó ekki bara þessi góða byrjun sem kallar á athygli heldur umdeilt atvik í leik Manchester City og Arsenal í september 2009 þegar Adebayor skoraði hjá sínum gömlu félögum. Adebayor hljóp þá völlinn á enda til þess að fagna markinu fyrir framan stuðningsmenn Arsenal sem höfðu hraunað yfir hann allan leikinn. „Þegar ég samdi við Tottenham þá sagði Alex Song við mig: Adebayor, þú ert að gera þetta viljandi út af því að þetta eru helstu erkifjendur Arsenal. Ég sagði, nei félagi, ég er fagmaður og Tottenham er eina félagið í boði fyrir mig. Það er frábær klúbbur og ég er kominn aftur til fjölskyldunnar. Það verður gaman að spila á móti þér," sagði Emmanuel Adebayor. „Ég mun skora á móti Arsenal ef ég fæ tækifæri til þess. Ég mun hinsvegar ekki fagna markinu eins og ég gerði um árið," sagði Adebayor sem hefur beðið alla nokkrum sinnum afsökunar á framkomu sinni. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var einn af fáum sem kom Adebayor til varnar á sínum tíma og honum er alveg sama hvernig hann fagnar á morgun. „Hann hefur viljað spila fyrir Tottenham síðan að hann var þriggja ára gamall. Honum varð að ósk sinni og ég von að hann skori nokkur mörk í þessum leik og fagni þeim með því að renna sér á hnén. Mér er í raun sama hvernig hann fagnar ef ég segi alls eins og er," sagði Harry Redknapp. Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Emmanuel Adebayor verður í sviðsljósinu á White Hart Lane á morgun þegar hann og félagar hans í Tottenham taka á móti Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Emmanuel Adebayor skoraði í fyrsta leiknum sínum með Tottenham alveg eins og hann gerði hjá Arsenal, Manchester City og Real Madrid. Adebayor skoraði líka tvennu í sigrinum á Liverpool og Tottenham hefur unnið alla deildarleikina með hann innanborðs. Það er þó ekki bara þessi góða byrjun sem kallar á athygli heldur umdeilt atvik í leik Manchester City og Arsenal í september 2009 þegar Adebayor skoraði hjá sínum gömlu félögum. Adebayor hljóp þá völlinn á enda til þess að fagna markinu fyrir framan stuðningsmenn Arsenal sem höfðu hraunað yfir hann allan leikinn. „Þegar ég samdi við Tottenham þá sagði Alex Song við mig: Adebayor, þú ert að gera þetta viljandi út af því að þetta eru helstu erkifjendur Arsenal. Ég sagði, nei félagi, ég er fagmaður og Tottenham er eina félagið í boði fyrir mig. Það er frábær klúbbur og ég er kominn aftur til fjölskyldunnar. Það verður gaman að spila á móti þér," sagði Emmanuel Adebayor. „Ég mun skora á móti Arsenal ef ég fæ tækifæri til þess. Ég mun hinsvegar ekki fagna markinu eins og ég gerði um árið," sagði Adebayor sem hefur beðið alla nokkrum sinnum afsökunar á framkomu sinni. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, var einn af fáum sem kom Adebayor til varnar á sínum tíma og honum er alveg sama hvernig hann fagnar á morgun. „Hann hefur viljað spila fyrir Tottenham síðan að hann var þriggja ára gamall. Honum varð að ósk sinni og ég von að hann skori nokkur mörk í þessum leik og fagni þeim með því að renna sér á hnén. Mér er í raun sama hvernig hann fagnar ef ég segi alls eins og er," sagði Harry Redknapp.
Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn