Enski boltinn

Eigandi Liverpool endaði á sjúkrahúsi eftir slys á skútunni sinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John W. Henry og eiginkonan á Anfield.
John W. Henry og eiginkonan á Anfield. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool vann góðan sigur á Everton í nágrannaslagnum í Bítlaborginni í gær en það gekk ekki eins vel hjá eigandanum John W. Henry. Henry endaði á sjúkrahúsi í Massachusetts eftir slys á skútunni sinni.

Henry, sem er 62 ára gamall, var fluttur í burtu af skútunni sinni með hálskraga og í sjúkrabíl. Henry var lagður inn á gjörgæsludeild en var orðinn það heilsugóður í gær að hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu.

Henry er staddur heima í Bandaríkjunum en hann á einnig hafnarboltafélagið Boston Red Sox. Henry keypti Liverpool í október fyrir tæpu ári síðan og hefur stuðlað að því að Liverpool hefur getað keypt marga sterka leikmenn til liðsins á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×