Vill aðstoða verði Geirfinnsmálið tekið upp Helga Arnardóttir skrifar 4. október 2011 11:30 Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf. Gísli er talinn einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag á sviði falskra játninga. Hann vann meðal annars í tveimur umdeildum málum í Englandi, Birmingham 6 og Guildford 4 þar sem tíu einstaklingar voru látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi í fjöldamörg ár fyrir glæpi sem þeir ekki frömdu. Gísli hefur hins vegar verið afar varkár í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ekki viljað tjá sig opinberlega um það fyrr en nú. „Á þessum tíma sem málið var rannsakað starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Ég kom ekki að málinu og ég starfaði ekki við rannsókn þess. En aftur á móti þekki ég og þekkti suma lögreglumennina sem komu að málinu. Sumir myndu kannski telja að ég væri vanhæfur til að rannsaka málið. Ég tel það hins vegar ekki vera. Ef ég yrði beðinn um að rannsaka þetta mál, taka að mér málið eða aðstoða að einhverju leyti þá er ég náttúrulega fús til þess. En það er bara spurning hvort allir yrðu sáttir við það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Á meðan sakborningarnir sátu í gæsluvarðhaldi vann Gísli að rannsókn á lygamælingum fyrir meistararitgerð sína í sálfræði og fékk leyfi til að gera lygapróf á tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Mér var aldrei tjáð að þetta væru einhver gögn í málinu eða neitt slíkt. Þetta var bara til að auka mína þekkingu á lygamælingum," segir Gísli. Gísli segir ekki mögulegt að greina frá niðurstöðu lygaprófanna sem gerð voru þar sem þau séu trúnaðarmál. Hvorki hafi verið byggt á þeim í rannsókn málsins né í meistararitgerðinni. Það megi hins vegar ekki túlka sem svo að prófin hafi verið sakborningunum óhagstæð. Gísli telur að skoða þurfi allt málið betur í heild sinni. „Ég held að réttarsálfræðirannsókn í málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að það er hægt að afla upplýsinga og fá góða innsýn í málið sem hægt yrði að hagnýta ef málið yrði tekið upp aftur," segir Gísli. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf. Gísli er talinn einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag á sviði falskra játninga. Hann vann meðal annars í tveimur umdeildum málum í Englandi, Birmingham 6 og Guildford 4 þar sem tíu einstaklingar voru látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi í fjöldamörg ár fyrir glæpi sem þeir ekki frömdu. Gísli hefur hins vegar verið afar varkár í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ekki viljað tjá sig opinberlega um það fyrr en nú. „Á þessum tíma sem málið var rannsakað starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Ég kom ekki að málinu og ég starfaði ekki við rannsókn þess. En aftur á móti þekki ég og þekkti suma lögreglumennina sem komu að málinu. Sumir myndu kannski telja að ég væri vanhæfur til að rannsaka málið. Ég tel það hins vegar ekki vera. Ef ég yrði beðinn um að rannsaka þetta mál, taka að mér málið eða aðstoða að einhverju leyti þá er ég náttúrulega fús til þess. En það er bara spurning hvort allir yrðu sáttir við það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Á meðan sakborningarnir sátu í gæsluvarðhaldi vann Gísli að rannsókn á lygamælingum fyrir meistararitgerð sína í sálfræði og fékk leyfi til að gera lygapróf á tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Mér var aldrei tjáð að þetta væru einhver gögn í málinu eða neitt slíkt. Þetta var bara til að auka mína þekkingu á lygamælingum," segir Gísli. Gísli segir ekki mögulegt að greina frá niðurstöðu lygaprófanna sem gerð voru þar sem þau séu trúnaðarmál. Hvorki hafi verið byggt á þeim í rannsókn málsins né í meistararitgerðinni. Það megi hins vegar ekki túlka sem svo að prófin hafi verið sakborningunum óhagstæð. Gísli telur að skoða þurfi allt málið betur í heild sinni. „Ég held að réttarsálfræðirannsókn í málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að það er hægt að afla upplýsinga og fá góða innsýn í málið sem hægt yrði að hagnýta ef málið yrði tekið upp aftur," segir Gísli.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira