Vill aðstoða verði Geirfinnsmálið tekið upp Helga Arnardóttir skrifar 4. október 2011 11:30 Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf. Gísli er talinn einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag á sviði falskra játninga. Hann vann meðal annars í tveimur umdeildum málum í Englandi, Birmingham 6 og Guildford 4 þar sem tíu einstaklingar voru látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi í fjöldamörg ár fyrir glæpi sem þeir ekki frömdu. Gísli hefur hins vegar verið afar varkár í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ekki viljað tjá sig opinberlega um það fyrr en nú. „Á þessum tíma sem málið var rannsakað starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Ég kom ekki að málinu og ég starfaði ekki við rannsókn þess. En aftur á móti þekki ég og þekkti suma lögreglumennina sem komu að málinu. Sumir myndu kannski telja að ég væri vanhæfur til að rannsaka málið. Ég tel það hins vegar ekki vera. Ef ég yrði beðinn um að rannsaka þetta mál, taka að mér málið eða aðstoða að einhverju leyti þá er ég náttúrulega fús til þess. En það er bara spurning hvort allir yrðu sáttir við það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Á meðan sakborningarnir sátu í gæsluvarðhaldi vann Gísli að rannsókn á lygamælingum fyrir meistararitgerð sína í sálfræði og fékk leyfi til að gera lygapróf á tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Mér var aldrei tjáð að þetta væru einhver gögn í málinu eða neitt slíkt. Þetta var bara til að auka mína þekkingu á lygamælingum," segir Gísli. Gísli segir ekki mögulegt að greina frá niðurstöðu lygaprófanna sem gerð voru þar sem þau séu trúnaðarmál. Hvorki hafi verið byggt á þeim í rannsókn málsins né í meistararitgerðinni. Það megi hins vegar ekki túlka sem svo að prófin hafi verið sakborningunum óhagstæð. Gísli telur að skoða þurfi allt málið betur í heild sinni. „Ég held að réttarsálfræðirannsókn í málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að það er hægt að afla upplýsinga og fá góða innsýn í málið sem hægt yrði að hagnýta ef málið yrði tekið upp aftur," segir Gísli. Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf. Gísli er talinn einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag á sviði falskra játninga. Hann vann meðal annars í tveimur umdeildum málum í Englandi, Birmingham 6 og Guildford 4 þar sem tíu einstaklingar voru látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi í fjöldamörg ár fyrir glæpi sem þeir ekki frömdu. Gísli hefur hins vegar verið afar varkár í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ekki viljað tjá sig opinberlega um það fyrr en nú. „Á þessum tíma sem málið var rannsakað starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Ég kom ekki að málinu og ég starfaði ekki við rannsókn þess. En aftur á móti þekki ég og þekkti suma lögreglumennina sem komu að málinu. Sumir myndu kannski telja að ég væri vanhæfur til að rannsaka málið. Ég tel það hins vegar ekki vera. Ef ég yrði beðinn um að rannsaka þetta mál, taka að mér málið eða aðstoða að einhverju leyti þá er ég náttúrulega fús til þess. En það er bara spurning hvort allir yrðu sáttir við það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Á meðan sakborningarnir sátu í gæsluvarðhaldi vann Gísli að rannsókn á lygamælingum fyrir meistararitgerð sína í sálfræði og fékk leyfi til að gera lygapróf á tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Mér var aldrei tjáð að þetta væru einhver gögn í málinu eða neitt slíkt. Þetta var bara til að auka mína þekkingu á lygamælingum," segir Gísli. Gísli segir ekki mögulegt að greina frá niðurstöðu lygaprófanna sem gerð voru þar sem þau séu trúnaðarmál. Hvorki hafi verið byggt á þeim í rannsókn málsins né í meistararitgerðinni. Það megi hins vegar ekki túlka sem svo að prófin hafi verið sakborningunum óhagstæð. Gísli telur að skoða þurfi allt málið betur í heild sinni. „Ég held að réttarsálfræðirannsókn í málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að það er hægt að afla upplýsinga og fá góða innsýn í málið sem hægt yrði að hagnýta ef málið yrði tekið upp aftur," segir Gísli.
Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira