Vill aðstoða verði Geirfinnsmálið tekið upp Helga Arnardóttir skrifar 4. október 2011 11:30 Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf. Gísli er talinn einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag á sviði falskra játninga. Hann vann meðal annars í tveimur umdeildum málum í Englandi, Birmingham 6 og Guildford 4 þar sem tíu einstaklingar voru látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi í fjöldamörg ár fyrir glæpi sem þeir ekki frömdu. Gísli hefur hins vegar verið afar varkár í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ekki viljað tjá sig opinberlega um það fyrr en nú. „Á þessum tíma sem málið var rannsakað starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Ég kom ekki að málinu og ég starfaði ekki við rannsókn þess. En aftur á móti þekki ég og þekkti suma lögreglumennina sem komu að málinu. Sumir myndu kannski telja að ég væri vanhæfur til að rannsaka málið. Ég tel það hins vegar ekki vera. Ef ég yrði beðinn um að rannsaka þetta mál, taka að mér málið eða aðstoða að einhverju leyti þá er ég náttúrulega fús til þess. En það er bara spurning hvort allir yrðu sáttir við það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Á meðan sakborningarnir sátu í gæsluvarðhaldi vann Gísli að rannsókn á lygamælingum fyrir meistararitgerð sína í sálfræði og fékk leyfi til að gera lygapróf á tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Mér var aldrei tjáð að þetta væru einhver gögn í málinu eða neitt slíkt. Þetta var bara til að auka mína þekkingu á lygamælingum," segir Gísli. Gísli segir ekki mögulegt að greina frá niðurstöðu lygaprófanna sem gerð voru þar sem þau séu trúnaðarmál. Hvorki hafi verið byggt á þeim í rannsókn málsins né í meistararitgerðinni. Það megi hins vegar ekki túlka sem svo að prófin hafi verið sakborningunum óhagstæð. Gísli telur að skoða þurfi allt málið betur í heild sinni. „Ég held að réttarsálfræðirannsókn í málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að það er hægt að afla upplýsinga og fá góða innsýn í málið sem hægt yrði að hagnýta ef málið yrði tekið upp aftur," segir Gísli. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segist reiðubúinn að aðstoða við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði það tekið upp aftur, þrátt fyrir að hann hafi starfað hjá rannsóknarlögreglunni á sama tíma og málið var í rannsókn. Mikilvægt sé að almenn sátt ríki um hans störf. Gísli er talinn einn af fremstu réttarsálfræðingum í heiminum í dag á sviði falskra játninga. Hann vann meðal annars í tveimur umdeildum málum í Englandi, Birmingham 6 og Guildford 4 þar sem tíu einstaklingar voru látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi í fjöldamörg ár fyrir glæpi sem þeir ekki frömdu. Gísli hefur hins vegar verið afar varkár í umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ekki viljað tjá sig opinberlega um það fyrr en nú. „Á þessum tíma sem málið var rannsakað starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. Ég kom ekki að málinu og ég starfaði ekki við rannsókn þess. En aftur á móti þekki ég og þekkti suma lögreglumennina sem komu að málinu. Sumir myndu kannski telja að ég væri vanhæfur til að rannsaka málið. Ég tel það hins vegar ekki vera. Ef ég yrði beðinn um að rannsaka þetta mál, taka að mér málið eða aðstoða að einhverju leyti þá er ég náttúrulega fús til þess. En það er bara spurning hvort allir yrðu sáttir við það," segir Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur. Á meðan sakborningarnir sátu í gæsluvarðhaldi vann Gísli að rannsókn á lygamælingum fyrir meistararitgerð sína í sálfræði og fékk leyfi til að gera lygapróf á tveimur sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Mér var aldrei tjáð að þetta væru einhver gögn í málinu eða neitt slíkt. Þetta var bara til að auka mína þekkingu á lygamælingum," segir Gísli. Gísli segir ekki mögulegt að greina frá niðurstöðu lygaprófanna sem gerð voru þar sem þau séu trúnaðarmál. Hvorki hafi verið byggt á þeim í rannsókn málsins né í meistararitgerðinni. Það megi hins vegar ekki túlka sem svo að prófin hafi verið sakborningunum óhagstæð. Gísli telur að skoða þurfi allt málið betur í heild sinni. „Ég held að réttarsálfræðirannsókn í málinu sé æskileg jafnvel þótt liðin séu 36 ár frá því þessir atburðir áttu sér stað. Ég er ekki í vafa um að það er hægt að afla upplýsinga og fá góða innsýn í málið sem hægt yrði að hagnýta ef málið yrði tekið upp aftur," segir Gísli.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira