Innlent

Formaður SUS: "Þetta eru gríðarlegir peningar“

Boði Logason skrifar
Davíð Þorláksson er formaður SUS
Davíð Þorláksson er formaður SUS Valgarður Gíslason
„Ég er ekki viss um að almenningur átti sig á því hvað þetta eru stórar fjárhæðir," segir Davíð Þorláksson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag þá fagnar sambandið mögulegu verkfalli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hvetur stjórnvöld til að nota tækifærið og hætta ölum fjárstuðningi við hljómsveitina. Þetta kom fram í ályktun sem félagið sendi frá sér í dag.

Formaðurinn var í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis fyrr í dag.

„Við höfum ekkert á móti Sinfóníuhljómsveitinni eða þeim ágætu listamönnum sem þar starfa heldur erum við bara að nota þetta tækifæri til þess að benda á það og velta því upp hvort það sé eðlilegt að skattgreiðendur séu að fjármagna þetta eða hvort hljómsveitin geti ekki staðið undir sjálf með sölu aðgöngumiða og styrkjum," sagði Davíð í þættinum.

„Þetta eru 800 milljónir á ári sem fara í Sinfóníu og svo þessi milljarður sem ríki og borg styrkur Hörpu um. Þetta eru gríðarlegir peningar og á sama tíma er verið að skera niður um 600 milljónir hjá Landspítalanum þannig það væri hægt að dekka það þrisvar sinnum bara með þessum fjármunum sem fara til Hörpu annars vegar og Sinfóníuhljómsveitarinnar hinsvegar."

Hægt er að hlusta viðtalið við Davíð með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×